Tryggvi var aðeins fjórum stigum frá því að ná stigameti Jóns Arnórs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 11:46 Tryggvi Snær Hlinason var frábær um helgina. Getty/Oscar J. Barroso Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason setti nýtt persónulegt met um helgina og var nálægt þvi að jafna íslenska stigametið í spænsku ACB-deildinni í körfubolta. Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi. Spænski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Tryggvi Snær hafði mest skorað sextán stig í einum leik í bestu landsdeild Evrópu en hann bætti það met um átta stig með því að skora 24 stig í sigri Casademont Zaragoza á Urbas Fuenlabrada á laugardagskvöldið. Tryggvi tróð boltanum sex sinnum í körfu mótherjanna og var því 92 prósent skotnýtingu því hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum utan af velli auk þess að taka 9 fráköst og verja 3 skot. Tryggvi var kominn með tólf stig í fyrsta leikhlutanum og tvöfaldaði þá stigatölu sína í seinni hálfleiknum. El MONSTRUOSO partido de Tryggvi Hlinason2 4 puntos9 rebotes6 mates3 tapones3 3 valoración#LigaEndesa #ÚneteAlMejorEquipoEnMovistar pic.twitter.com/Vp1BtD5LcX— Liga Endesa (@LigaEndesa) January 16, 2021 Tryggvi var farinn að nálgast stigamet Jóns Arnórs Stefánssonar sem er sá íslensku körfuboltamaður sem hefur skorað mest í einum leik í ACB-deildinni. Stigamet Jóns Arnórs er orðið rúmlega sjö ára gamalt en hann skoraði þá 28 stig fyrir Zaragoza á móti Rio Monbus Obra. Zaragoza þurfti heldur betur á þessum stigum Jóns Arnórs að halda því liðið vann leikinn bara með fjórum stigum. Jón Arnór skoraði stigin 28 á aðeins tæpum 23 mínútum en hann hitti meðal annars úr sex af níu þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór fram 27. október 2013. Jón Arnór var eini íslenski körfuboltamaðurinn sem hafði náð að skora tuttugu stig í einum leik en hann náði því á fjórum tímabilum í spænsku deildinni. Haukur Helgi Pálsson hefur skorað mest 18 stig í einum leik í spænsku deildinni og Martin Hermannsson hefur mest skorað 17 stig á einu kvöldi.
Spænski körfuboltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira