Körfubolti

Sjáðu magnaðan flautu­þrist Loga í lýsingu Rikka G

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi fagnar á síðustu leiktíð.
Logi fagnar á síðustu leiktíð. vísir/bára

Logi Gunnarsson tryggði Njarðvík sigur með minnsta mun er liðið mætti Tindastól á útivelli í Domino's deild karla í kvöld, 108-107.

Framlengja þurfti leikinn eftir að allt var jafnt eftir venjulegan leiktíma. Stólarnir komust yfir er 1,7 sekúnda var eftir af leiknum en gestirnir voru ekki hættir.

Þeir stilltu upp í kerfi fyrir hinn 39 ára gamla Loga Gunnarsson sem negldi þristinum niður.

Ekki í fyrsta skipti og væntanlega ekki í það síðasta sem Logi setur niður svona flautukörfu en körfuna í lýsingu Rikka G má sjá hér að neðan.

Nánari umfjöllun um leikinn má sjá hér.


Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.