Handbolti

Frestað í Safa­mýri: Eyja­konur misstu af Herjólfi eftir ó­væntar breytingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik HK og ÍBV fyrr á leiktíðinni, í þeim fáum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan í mars 2020.
Úr leik HK og ÍBV fyrr á leiktíðinni, í þeim fáum leikjum sem spilaðir hafa verið síðan í mars 2020. vísir/vilhelm

Ekkert verður úr því að Fram og ÍBV mætast í Olís deild kvenna í dag en leiknum hefur verið frestað eftir að Eyjakonur misstu af Herjólfi.

Liðin áttu að mætast í dag klukkan 13.30 en leiknum var frestað vegna þess að siglingaáætlun frá Eyjum var óvænt breytt.

Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Davíð Óskarssyni, formanni handknattleiksdeildar ÍBV.

„Eyja­kon­ur áttu að sigla til Land­eyja­hafn­ar klukk­an 9:30 í morg­un en misstu af Herjólfi eft­ir að sigl­inga­áætl­un báts­ins var óvænt breytt til Þor­láks­hafn­ar og var þá lagt af stað klukk­an sjö en til­kynn­ing um breyt­ing­una var gef­in út klukku­tíma fyrr,“ segir í frétt Morgunblaðsins.

Nú er í gangi leikur Valur og Stjörnunnar, sem er í beinni textalýsingu á Vísi, en einnig hófst leikur HK og FH í Kórnum nú klukkan 13.30.

Klukkan 16.00 er það svo leikur Hauka og KA/Þórs sem verður einnig í beinni textalýsingu á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×