NBA dagsins: Durant þögull um Harden eftir fámennan sigurleik Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2021 14:30 Kevin Durant verður brátt liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Getty/Jim McIsaac Löngum og tíðindamiklum degi hjá öllum sem að Brooklyn Nets koma lauk með 116-109 sigri á New York Knicks í Madison Square Garden í nótt. Tilþrif úr leiknum og fleiri leikjum má sjá í NBA dagsins hér á Vísi. Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Kevin Durant fór fyrir liði Brooklyn og var gripinn í viðtal eftir leik en vildi sem minnst tjá sig um yfirvofandi ofurfélagaskipti James Harden, sem kemur til Brooklyn frá Houston Rockets. Þeir Harden og Durant voru á sínum tíma liðsfélagar hjá Oklahoma City Thunder og með Kyrie Irving koma þeir til með að mynda rosalegt tríó sem önnur lið þurfa að varast: „Ég ætla að bíða þar til allt er frágengið áður en ég tala um þetta,“ sagði Durant en viðtalið má sjá hér að neðan. Sjö menn spiluðu Brooklyn fórnaði fjórum leikmönnum og framtíðarvalréttum í nýliðavali til að fá Harden, og því voru þeir Jarrett Allen, Taurean Prince, Caris LeVert og Rodions Kurucs ekki með í nótt. Brooklyn var aðeins með níu leikmenn, þar af sjö sem spiluðu, en þeir lögðu allir mikið af mörkum. Durant var spurður út í þessa liðsframmistöðu, eftir „allt dramað og kaosið“ í kringum liðið: „Ég held að það sé ekkert drama eða kaos í gangi. Það er nóg fyrir okkur að spila og strákarnir njóta þess á hverjum degi, sama hverjar kringumstæðurnar eru. Það er margt í gangi á tímabilinu, og í heiminum öllum núna, en allir í klefanum njóta þess alltaf að spila körfubolta. Við spiluðum saman hérna, á báðum endum vallarins, og það var gott að ná öðrum sigri í röð.“ Lillard með fjörutíu stiga leik Í NBA dagsins eru einnig svipmyndir úr 104-93 sigri Dallas Mavericks á Charlotte Hornets þar sem Luka Doncic fór á kostum fyrir Dallas. Hann skoraði 34 stig, tók 13 fráköst, gaf 9 stoðsendingar og varði 4 skot. Damian Lillard var ekki síðri fyrir Portland Trail Blazers sem unnu sex stiga sigur á Sacramento Kings, 132-126, en Lillard skoraði 40 stig og átti 13 stoðsendingar. Portland skoraði úr 23 þriggja stiga skotum í leiknum og vann sinn fjórða leik í röð. Klippa: NBA dagsins 14. janúar
NBA Tengdar fréttir Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40 Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Doncic fór á kostum en veiran veldur vandræðum Í skugga stórfréttarinnar um komu James Harden til Brooklyn Nets var spilað í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Dallas Mavericks unnu fjórða leik sinn í röð og Slóveninn Luka Doncic var aðalmaðurinn, í 104-93 sigri á Charlotte Hornets. 14. janúar 2021 07:40
Harden fékk ósk sína uppfyllta og stjörnutríó verður til í Brooklyn Brooklyn Nets þykja orðnir meistarakandídatar í NBA-deildinni í körfubolta eftir að hafa tryggt sér þjónustu James Harden, verðmætasta leikmanns deildarinnar tímabilið 2017-18. 14. janúar 2021 07:15