Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­boltinn fer aftur af stað á Ís­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skallagrimur mætir Íslandsmeisturum Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld.
Skallagrimur mætir Íslandsmeisturum Vals í Dominos-deild kvenna í kvöld. Vísir/Daniel Thor

Íslenskt íþróttalíf fer aftur af stað í kvöld er tveir leikir í Dominos-deild kvenna sem og Dominos Körfuboltakvöld eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport.

Klukkan 18.05 er leikur Fjölnis og Hauka á dagskrá í Dominos deild kvenna. Að honum loknum er komið að leik Íslandsmeistara Vals og bikarmeistara Skallagríms. Klukkan 22.00 er svo Dominos Körfuboltakvöld á dagskrá.

Á Stöð 2 E-Sport er svo GTS Iceland: Tier 1 á dagskrá í beinni útsendingu. Það er sterkasta mótaröð Íslands í hermikappakstri.

Dagskráin í dag.

Framundan í beinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.