„Heilu vistkerfin að hverfa fyrir framan nefið á okkur“ Heimsljós 12. janúar 2021 11:58 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. UN/Mark Garten Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir fjölbreytni lífríkisins að hruni komið. Ein milljón tegunda sé í útrýmingarhættu og heilu vistkerfin að hverfa. „Ef við sveigjum ekki af leið stefnir í algjört óefni því hiti mun þá hækka um þrjár gráður á öldinni. Fjölbreytni lífríkisins er að hruni komið. Ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu og heilu vistkerfin eru að hverfa fyrir framan nefið á okkur,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ræðu á allsherjarþinginu í gær þar sem þess var minnst að 75 ár eru liðin frá fyrsta fundi allsherjarþingsins. „Loftslagsváin herjar nú þegar á okkur og viðbrögð heimsins hafa verið algjörlega óviðunandi. Undanfarinn áratugur var sá heitasti sögu mannkyns. Aldrei hefur verið meiri kolvtísýringur í andrúmsloftinu. Þetta er stríð gegn náttúrunni – stríð þar sem enginn fer með sigur af hólmi,“ sagði Guterres. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að næsta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP26) fari fram í Glasgow í nóvember á þessu ári. Guterres hefur áður sagt að kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 verði helsta forgangsmál samtakanna á þessu ári. Í ræðunni hvatti hann jafnframt til metnaðarfyllri aðgerða og öflugra alþjóðasamstarfs í endurreisnarstarfi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Guterres fór í ræðu sinni yfir árangur af starfi allsherjarþingsins sem hefði meðal annars stuðlað að heilbrigði jarðarbúa, aukið læsi og bætt lífskjör, eflt mannréttindi og jafnrétti kynjanna. Hann sagði að þrátt fyrir árangurinn stæðu Sameinuðu þjóðirnar andspænis alvarlegum úrlausnarefnum. Þar á meðal væru aukin fátækt og fæðuóöryggi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Þá væru auknar viðsjár á alþjóðavettvangi áhyggjuefni og hætta á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Enn mætti nefna þá hættu sem fælist í tölvuárásum og villandi og röngum upplýsingum á netinu. Sækist eftir endurkjöri Í gær staðfesti António Guterres jafnframt að hann sækist eftir að gegna embætti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna annað fimm ára tímabil. Því fyrra lýkur í lok þessa árs. Guterres var forsætisráðherra Portúgals á árunum 1995 til 2002 og framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á árunum 2005 til 2015. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál COP26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Ef við sveigjum ekki af leið stefnir í algjört óefni því hiti mun þá hækka um þrjár gráður á öldinni. Fjölbreytni lífríkisins er að hruni komið. Ein milljón tegunda er í útrýmingarhættu og heilu vistkerfin eru að hverfa fyrir framan nefið á okkur,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ræðu á allsherjarþinginu í gær þar sem þess var minnst að 75 ár eru liðin frá fyrsta fundi allsherjarþingsins. „Loftslagsváin herjar nú þegar á okkur og viðbrögð heimsins hafa verið algjörlega óviðunandi. Undanfarinn áratugur var sá heitasti sögu mannkyns. Aldrei hefur verið meiri kolvtísýringur í andrúmsloftinu. Þetta er stríð gegn náttúrunni – stríð þar sem enginn fer með sigur af hólmi,“ sagði Guterres. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að næsta Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP26) fari fram í Glasgow í nóvember á þessu ári. Guterres hefur áður sagt að kolefnisjafnvægi fyrir árið 2050 verði helsta forgangsmál samtakanna á þessu ári. Í ræðunni hvatti hann jafnframt til metnaðarfyllri aðgerða og öflugra alþjóðasamstarfs í endurreisnarstarfi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Guterres fór í ræðu sinni yfir árangur af starfi allsherjarþingsins sem hefði meðal annars stuðlað að heilbrigði jarðarbúa, aukið læsi og bætt lífskjör, eflt mannréttindi og jafnrétti kynjanna. Hann sagði að þrátt fyrir árangurinn stæðu Sameinuðu þjóðirnar andspænis alvarlegum úrlausnarefnum. Þar á meðal væru aukin fátækt og fæðuóöryggi í kjölfar COVID-19 faraldursins. Þá væru auknar viðsjár á alþjóðavettvangi áhyggjuefni og hætta á útbreiðslu kjarnorkuvopna. Enn mætti nefna þá hættu sem fælist í tölvuárásum og villandi og röngum upplýsingum á netinu. Sækist eftir endurkjöri Í gær staðfesti António Guterres jafnframt að hann sækist eftir að gegna embætti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna annað fimm ára tímabil. Því fyrra lýkur í lok þessa árs. Guterres var forsætisráðherra Portúgals á árunum 1995 til 2002 og framkvæmdastjóri Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á árunum 2005 til 2015. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál COP26 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent