Körfubolti

Sjö leik­menn Phila­delphia töpuðu gegn Den­ver | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danny Green og félagar börðust hetjulega í nótt en það dugði ekki til.
Danny Green og félagar börðust hetjulega í nótt en það dugði ekki til. Tim Nwachukwu/Getty Images

Það var næg spenna í mörgum NBA leikjunum í nótt en alls voru átta leikir á dagskrá. Einungis þrír af leikjunum tíu enduðu með meira en tíu stiga mun svo dramatíkin var mikil á flestum stöðum.

Philadelphia mættu haltrandi til leiks gegn Denver. Þeir höfðu einungis sjö leikmenn leikfæra þar sem fimm leikmenn þeirra annað hvort glímdu við kórónuveiruna eða voru í einangrun vegna smita.

Hetjuleg barátta þessara sjö dugði ekki til en Denver hafði betur, 115-103. Tyrese Maxey fór á kostum í liði 76ers en hann gerði 39 stig og tók sex fráköst. Gary Harris gerði 21 stig en Nikola Jokic tók níu fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

Næst stigahæsti leikmaður næturinnar var DeMar DeRozan en hann skoraði 38 stig. Hann þó aðeins meiri tíma en flestir aðrir leikmenn næturinnar því DeRozan skoraði 38 stig er San Antonio hafði betur gegn Minnesota í framlengdum leik, 125-122.

Portland vann nokkuð þægilegan sigur á Sacramento, 125-99, og Dallas hafði betur gegn Orlando, 112-98. Charlotte afgreiddi Atlanta, 113-105, en þar skráði LaMelo Ball sig í sögubækurnar með að vera yngsti leikmaðurinn til þess að gera þrefalda tvennu, 22 stig, ellefu stoðsendingar og tólf fráköst.

Öll úrslit næturinnar:

Denver - Philadelphia 115-103

Phoenix - Indiana 125-117

Miami - Washington 128-124

Atlanta - Charlotte 105-113

Cleveland - Milwaukee 90-100

San Antonio - Minnesota 125-122

Orlando - Dallas 98-112

Portland - Sacramento 125-99


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×