Körfubolti

Fyrrum leikmaður Tindastóls í Ljónagryfjuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Antonio Hester í leik í Síkinu.
Antonio Hester í leik í Síkinu. vísir/bára

Liðin í Domino's deild karla eru byrjuð að huga að því að deildin gæti verið að fara aftur af stað eftir að deildin hafði verið á ís frá því í byrjun október.

Karfan.is greinir frá því í dag að Njarðvík hafði samið við Antonio Hester um að leika með liðinu út tímabilið en leikmaðurinn sjálfur staðfesti þetta við vefsíðuna.

Antonio Hester hefur áður leikið á Íslandi. Hann lék með Tindastóli tímabilin 2016/2017 og einnig tímabilð 2017/2018.

Hester varð bikrameistari með Tindastól síðara tímabilið en hann skilaði 22 stigum að meðaltali í leik og níu fráköstum.

Hester hefur leikið í Sviss og á Spáni eftir að hafa leikið á Íslandi en Einar Árni Jóhannsson er þjálfari Njarðvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×