Erlent

Gerry úr Gerry and the Pacema­kers er látinn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Marsden syngur hér You'll Never Walk Alone á Anfield, heimavelli Liverpool, árið 2010.
Marsden syngur hér You'll Never Walk Alone á Anfield, heimavelli Liverpool, árið 2010. John Powell/Liverpool FC via Getty

Tónlistarmaðurinn Gerry Marsden, sem gerði garðinn frægan með ensku hljómsveitinni Gerry and the Pacemakers, er látinn. Hann var 78 ára gamall.

Frá þessu er greint á vef Independent og vísað í færslu útvarpsmannsins Pete Price á samfélagsmiðlum, en þeir Pete og Gerry voru vinir.

„Það er með sorg í hjarta, eftir að hafa rætt við fjölskylduna, sem ég verð að segja ykkur að hinn goðsagnakenndi Gerry Marsden er fallinn frá eftir stutt veikindi,“ skrifar Price á samfélagsmiðlum. Hann segir þá að veikindin sem um ræðir hafi verið sýking í hjarta.

Marsden var hvað þekktastur fyrir lög á borð við I like it, How You Do It? og You‘ll Never Walk Alone, en það síðastnefnda er einkennislag stuðningsmanna enska knattspyrnuliðsins Liverpool. Marsden var frá Liverpool-borg og var mikill stuðningsmaður félagsins.

Yfir ævina tók Marsden þátt í að safna yfir 35 milljónum punda, eða rúmum sex milljörðum króna fyrir góðgerðarsamtök.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×