Körfubolti

John Wall stimplaði sig inn með stæl hjá Rockets

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Spennandi samvinna í vændum.
Spennandi samvinna í vændum. vísir/Getty

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og í gærkvöldi, þar sem áramótunum var fagnað með flottum leikjum.

Ein stærstu félagaskipti síðasta árs áttu sér stað í desembermánuði þegar leikstjórnandinn öflugi, John Wall, gekk í raðir Houston Rockets frá Washinghton Wizards en Russel Westbrook hélt í staðinn til höfuðborgarinnar.

Wall lék sinn fyrsta leik fyrir Rockets í nótt þegar Sacramento Kings kom í heimsókn en Rockets hafði tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Úr varð hörkuleikur þar sem Rockets hafði að lokum betur með þriggja stiga mun, 122-119.

James Harden stóð fyrir sínu í stigaskorun, gerði 33 stig en John Wall átti sömuleiðis góðan leik í frumraun sinni; skoraði 22 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar.

Toronto Raptors innbyrti sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið fékk New York Knicks í heimsókn og bundu þar með enda á tveggja leikja sigurgöngu Knicks.

Fred VanVleet var stigahæstur í liði Raptors með 25 stig en Kyle Lowry kom næstur með 20 stig.

Í Philadelphia mættust tvö lið sem hafa farið vel af stað í byrjun leiktíðar þar sem heimamenn í 76ers voru með Orlando Magic í heimsókn. Höfðu heimamenn öruggan sigur, 116-92.

Seth Curry, yngri bróðir Steph Curry, var atkvæðamestur Sixers manna með 21 stig ásamt Joel Embiid sem gerði einnig 21 stig auk þess að rífa niður níu fráköst.

Öll úrslit næturinnar

Indiana Pacers - Cleveland Cavaliers 119-99

Washington Wizards - Chicago Bulls 130-133

Orlando Magic - Philadelphia 76ers 92-116

Houston Rockets - Sacramento Kings 122-119

Toronto Raptors - New York Knicks 100-83

Oklahoma City Thunder - New Orleans Pelicans 80-113

Utah Jazz - Phoenix Suns 95-106

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×