Ljósnet fyrir neytendur Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 23. maí 2012 06:00 Síminn hefur nýlega sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið annan hluta Ljósnetsvæðingar sem þýðir að 54 þúsund heimili á suðvesturlandi munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti og nær verkefnið til næstu tveggja ára. Nú þegar eiga 46 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þess kost að tengjast Ljósneti. Ljósnetið er afar öflug leið til gagnaflutninga og veitir neytendum kost á að njóta háhraðainternettengingar og gagnvirks IP-sjónvarps með allt að fimm myndlyklum, til þess að hver og einn geti notið þeirrar sjónvarpsdagskrár sem hann kýs í Sjónvarpi Símans. Þá njóta neytendur einnig háskerpurása með Ljósnetinu. Ljósnetsvæðingin er stórt samstarfsverkefni Símans og Mílu. Hún gerir kleift að nýta koparlínurnar sem liggja inn í nær öll hús til háhraðafjarskipta, en það er mun hagkvæmari og fljótlegri leið en að leggja ljósleiðara alla leið heim með tilheyrandi jarðframkvæmdum. Þannig upplifa viðskiptavinir Símans ekkert jarðrask og njóta hraðrar internettengingar hvort sem er í upp- eða niðurhali á hagstæðu verði. Síminn nýtir blandaða tækni, í nýjum hverfum er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparlínurnar nýttar síðustu metrana til heimilis. Í núverandi útfærslu býður Ljósnetið allt að 100 Mb/s hraða og fólk sem er með Ljósnet tengt heim til sín finnur m.a. fyrir verulegri breytingu á hraðanum þegar það sendir frá sér gögn. Í ADSL er hann 1 Mb/s en með Ljósnetinu fer hann fyrst um sinn í 25 Mb/s. Þetta bætir ýmsa internetþjónustu verulega, t.d. internet-leiki og fjarvinnu. Einnig verður mun betra að nýta sér ýmsa geymsluþjónustu eins og Dropbox, Skydrive, iCloud eða Picasa. Ísland er mjög framarlega í tæknilegum framförum þegar litið er til alls heimsins. Við erum í fyrsta sæti skv. skýrslu World Economic Forum, „The Global Competitiveness Report 2011-2012", þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Þá er Ísland í fimmta sæti á heimsvísu yfir fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varðar flutningsgetu. Síminn hefur í yfir 100 ár leitt þá þróun sem orðið hefur í fjarskiptum á Íslandi og með Ljósnetsvæðingunni stígur Síminn enn eitt skrefið í þá átt að mæta þörfum landsmanna með því að veita hraðan og öruggan gagnaflutning með hóflegri fjárfestingu. Í eldri hverfum byggir Ljósnetið á tækni sem notuð er víðast hvar í heiminum, þ.e. ljós í götuskáp. Þetta er meginleið í fastlínufjarskiptum sem mun duga a.m.k. til 2020, en þá er gert ráð fyrir að aðeins um 20% heimila í Evrópu hafi ljósleiðara inn fyrir húsvegg. Ljósnetið er ekki einungis hagkvæmasta leiðin til að ná hærri gagnahraða heldur gefur það einnig kost á mjög hraðri uppbyggingu. Uppbygging Ljósnetsins hófst þegar árið 1994 en þá var lagður ljósleiðari í götuskápa í nýjum hverfum og þar sem jarðframkvæmdir áttu sér stað á hverjum tíma. Með þessu náðist mikið hagræði við uppbygginguna enda er kostnaður við jarðvinnu um 80% af heildarkostnaði við ljósvæðingu. Árið 1999 byrjaði Síminn með ADSL-þjónustu og var þar í hópi fyrstu símafélaga á heimsvísu. Símalínurnar voru upphaflega hannaðar til þess eins að bera símtöl en til þess þarf mjög litla bandbreidd. ADSL-tæknin gerði það kleift að nýta línurnar til að bera háhraðagagnamerki. Hún hafði verið í þróun allan tíunda áratuginn og var Dr. John M. Cioffi, prófessor við Stanford háskóla, í forystusveit ADSL-þróunarinnar. Hann er enn að og hefur komið með nýja tækni sem eykur flutningsgetu koparlína enn frekar. Þessi tækni byggir á miklum framförum í merkjafræði og merkjareiknum og felst í því að eyða truflunum af koparlínunum sem aðrar línur valda. Einnig eru fleiri en ein lína nýtt í hvert samband og jafnframt myndaðar svonefndar huldulínur. Því er spáð að hægt verði að ná yfir 1.000 Mb/s gagnahraða á koparlínum á þessum áratug. Síminn og Míla fylgjast grannt með tækniþróuninni og hafa þegar byrjað að nýta nýjustu afurðir hennar. Flutningur um kopar er þannig í stöðugri þróun sem er gott fyrir alla því enn eru síðustu metrarnir alltaf á kopar, sama hvort ljósleiðarinn er úti í götu eða inn fyrir húsvegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Síminn hefur nýlega sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið annan hluta Ljósnetsvæðingar sem þýðir að 54 þúsund heimili á suðvesturlandi munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti og nær verkefnið til næstu tveggja ára. Nú þegar eiga 46 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þess kost að tengjast Ljósneti. Ljósnetið er afar öflug leið til gagnaflutninga og veitir neytendum kost á að njóta háhraðainternettengingar og gagnvirks IP-sjónvarps með allt að fimm myndlyklum, til þess að hver og einn geti notið þeirrar sjónvarpsdagskrár sem hann kýs í Sjónvarpi Símans. Þá njóta neytendur einnig háskerpurása með Ljósnetinu. Ljósnetsvæðingin er stórt samstarfsverkefni Símans og Mílu. Hún gerir kleift að nýta koparlínurnar sem liggja inn í nær öll hús til háhraðafjarskipta, en það er mun hagkvæmari og fljótlegri leið en að leggja ljósleiðara alla leið heim með tilheyrandi jarðframkvæmdum. Þannig upplifa viðskiptavinir Símans ekkert jarðrask og njóta hraðrar internettengingar hvort sem er í upp- eða niðurhali á hagstæðu verði. Síminn nýtir blandaða tækni, í nýjum hverfum er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparlínurnar nýttar síðustu metrana til heimilis. Í núverandi útfærslu býður Ljósnetið allt að 100 Mb/s hraða og fólk sem er með Ljósnet tengt heim til sín finnur m.a. fyrir verulegri breytingu á hraðanum þegar það sendir frá sér gögn. Í ADSL er hann 1 Mb/s en með Ljósnetinu fer hann fyrst um sinn í 25 Mb/s. Þetta bætir ýmsa internetþjónustu verulega, t.d. internet-leiki og fjarvinnu. Einnig verður mun betra að nýta sér ýmsa geymsluþjónustu eins og Dropbox, Skydrive, iCloud eða Picasa. Ísland er mjög framarlega í tæknilegum framförum þegar litið er til alls heimsins. Við erum í fyrsta sæti skv. skýrslu World Economic Forum, „The Global Competitiveness Report 2011-2012", þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Þá er Ísland í fimmta sæti á heimsvísu yfir fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varðar flutningsgetu. Síminn hefur í yfir 100 ár leitt þá þróun sem orðið hefur í fjarskiptum á Íslandi og með Ljósnetsvæðingunni stígur Síminn enn eitt skrefið í þá átt að mæta þörfum landsmanna með því að veita hraðan og öruggan gagnaflutning með hóflegri fjárfestingu. Í eldri hverfum byggir Ljósnetið á tækni sem notuð er víðast hvar í heiminum, þ.e. ljós í götuskáp. Þetta er meginleið í fastlínufjarskiptum sem mun duga a.m.k. til 2020, en þá er gert ráð fyrir að aðeins um 20% heimila í Evrópu hafi ljósleiðara inn fyrir húsvegg. Ljósnetið er ekki einungis hagkvæmasta leiðin til að ná hærri gagnahraða heldur gefur það einnig kost á mjög hraðri uppbyggingu. Uppbygging Ljósnetsins hófst þegar árið 1994 en þá var lagður ljósleiðari í götuskápa í nýjum hverfum og þar sem jarðframkvæmdir áttu sér stað á hverjum tíma. Með þessu náðist mikið hagræði við uppbygginguna enda er kostnaður við jarðvinnu um 80% af heildarkostnaði við ljósvæðingu. Árið 1999 byrjaði Síminn með ADSL-þjónustu og var þar í hópi fyrstu símafélaga á heimsvísu. Símalínurnar voru upphaflega hannaðar til þess eins að bera símtöl en til þess þarf mjög litla bandbreidd. ADSL-tæknin gerði það kleift að nýta línurnar til að bera háhraðagagnamerki. Hún hafði verið í þróun allan tíunda áratuginn og var Dr. John M. Cioffi, prófessor við Stanford háskóla, í forystusveit ADSL-þróunarinnar. Hann er enn að og hefur komið með nýja tækni sem eykur flutningsgetu koparlína enn frekar. Þessi tækni byggir á miklum framförum í merkjafræði og merkjareiknum og felst í því að eyða truflunum af koparlínunum sem aðrar línur valda. Einnig eru fleiri en ein lína nýtt í hvert samband og jafnframt myndaðar svonefndar huldulínur. Því er spáð að hægt verði að ná yfir 1.000 Mb/s gagnahraða á koparlínum á þessum áratug. Síminn og Míla fylgjast grannt með tækniþróuninni og hafa þegar byrjað að nýta nýjustu afurðir hennar. Flutningur um kopar er þannig í stöðugri þróun sem er gott fyrir alla því enn eru síðustu metrarnir alltaf á kopar, sama hvort ljósleiðarinn er úti í götu eða inn fyrir húsvegg.