Ljósnet fyrir neytendur Anna Björk Bjarnadóttir skrifar 23. maí 2012 06:00 Síminn hefur nýlega sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið annan hluta Ljósnetsvæðingar sem þýðir að 54 þúsund heimili á suðvesturlandi munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti og nær verkefnið til næstu tveggja ára. Nú þegar eiga 46 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þess kost að tengjast Ljósneti. Ljósnetið er afar öflug leið til gagnaflutninga og veitir neytendum kost á að njóta háhraðainternettengingar og gagnvirks IP-sjónvarps með allt að fimm myndlyklum, til þess að hver og einn geti notið þeirrar sjónvarpsdagskrár sem hann kýs í Sjónvarpi Símans. Þá njóta neytendur einnig háskerpurása með Ljósnetinu. Ljósnetsvæðingin er stórt samstarfsverkefni Símans og Mílu. Hún gerir kleift að nýta koparlínurnar sem liggja inn í nær öll hús til háhraðafjarskipta, en það er mun hagkvæmari og fljótlegri leið en að leggja ljósleiðara alla leið heim með tilheyrandi jarðframkvæmdum. Þannig upplifa viðskiptavinir Símans ekkert jarðrask og njóta hraðrar internettengingar hvort sem er í upp- eða niðurhali á hagstæðu verði. Síminn nýtir blandaða tækni, í nýjum hverfum er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparlínurnar nýttar síðustu metrana til heimilis. Í núverandi útfærslu býður Ljósnetið allt að 100 Mb/s hraða og fólk sem er með Ljósnet tengt heim til sín finnur m.a. fyrir verulegri breytingu á hraðanum þegar það sendir frá sér gögn. Í ADSL er hann 1 Mb/s en með Ljósnetinu fer hann fyrst um sinn í 25 Mb/s. Þetta bætir ýmsa internetþjónustu verulega, t.d. internet-leiki og fjarvinnu. Einnig verður mun betra að nýta sér ýmsa geymsluþjónustu eins og Dropbox, Skydrive, iCloud eða Picasa. Ísland er mjög framarlega í tæknilegum framförum þegar litið er til alls heimsins. Við erum í fyrsta sæti skv. skýrslu World Economic Forum, „The Global Competitiveness Report 2011-2012", þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Þá er Ísland í fimmta sæti á heimsvísu yfir fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varðar flutningsgetu. Síminn hefur í yfir 100 ár leitt þá þróun sem orðið hefur í fjarskiptum á Íslandi og með Ljósnetsvæðingunni stígur Síminn enn eitt skrefið í þá átt að mæta þörfum landsmanna með því að veita hraðan og öruggan gagnaflutning með hóflegri fjárfestingu. Í eldri hverfum byggir Ljósnetið á tækni sem notuð er víðast hvar í heiminum, þ.e. ljós í götuskáp. Þetta er meginleið í fastlínufjarskiptum sem mun duga a.m.k. til 2020, en þá er gert ráð fyrir að aðeins um 20% heimila í Evrópu hafi ljósleiðara inn fyrir húsvegg. Ljósnetið er ekki einungis hagkvæmasta leiðin til að ná hærri gagnahraða heldur gefur það einnig kost á mjög hraðri uppbyggingu. Uppbygging Ljósnetsins hófst þegar árið 1994 en þá var lagður ljósleiðari í götuskápa í nýjum hverfum og þar sem jarðframkvæmdir áttu sér stað á hverjum tíma. Með þessu náðist mikið hagræði við uppbygginguna enda er kostnaður við jarðvinnu um 80% af heildarkostnaði við ljósvæðingu. Árið 1999 byrjaði Síminn með ADSL-þjónustu og var þar í hópi fyrstu símafélaga á heimsvísu. Símalínurnar voru upphaflega hannaðar til þess eins að bera símtöl en til þess þarf mjög litla bandbreidd. ADSL-tæknin gerði það kleift að nýta línurnar til að bera háhraðagagnamerki. Hún hafði verið í þróun allan tíunda áratuginn og var Dr. John M. Cioffi, prófessor við Stanford háskóla, í forystusveit ADSL-þróunarinnar. Hann er enn að og hefur komið með nýja tækni sem eykur flutningsgetu koparlína enn frekar. Þessi tækni byggir á miklum framförum í merkjafræði og merkjareiknum og felst í því að eyða truflunum af koparlínunum sem aðrar línur valda. Einnig eru fleiri en ein lína nýtt í hvert samband og jafnframt myndaðar svonefndar huldulínur. Því er spáð að hægt verði að ná yfir 1.000 Mb/s gagnahraða á koparlínum á þessum áratug. Síminn og Míla fylgjast grannt með tækniþróuninni og hafa þegar byrjað að nýta nýjustu afurðir hennar. Flutningur um kopar er þannig í stöðugri þróun sem er gott fyrir alla því enn eru síðustu metrarnir alltaf á kopar, sama hvort ljósleiðarinn er úti í götu eða inn fyrir húsvegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Síminn hefur nýlega sagt frá því að fyrirtækið hafi hafið annan hluta Ljósnetsvæðingar sem þýðir að 54 þúsund heimili á suðvesturlandi munu eiga kost á því að tengjast Ljósneti og nær verkefnið til næstu tveggja ára. Nú þegar eiga 46 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu þess kost að tengjast Ljósneti. Ljósnetið er afar öflug leið til gagnaflutninga og veitir neytendum kost á að njóta háhraðainternettengingar og gagnvirks IP-sjónvarps með allt að fimm myndlyklum, til þess að hver og einn geti notið þeirrar sjónvarpsdagskrár sem hann kýs í Sjónvarpi Símans. Þá njóta neytendur einnig háskerpurása með Ljósnetinu. Ljósnetsvæðingin er stórt samstarfsverkefni Símans og Mílu. Hún gerir kleift að nýta koparlínurnar sem liggja inn í nær öll hús til háhraðafjarskipta, en það er mun hagkvæmari og fljótlegri leið en að leggja ljósleiðara alla leið heim með tilheyrandi jarðframkvæmdum. Þannig upplifa viðskiptavinir Símans ekkert jarðrask og njóta hraðrar internettengingar hvort sem er í upp- eða niðurhali á hagstæðu verði. Síminn nýtir blandaða tækni, í nýjum hverfum er ljósleiðari lagður alla leið inn í hús, einbýli eða fjölbýli, en annars staðar er ljósleiðari lagður að götuskáp og koparlínurnar nýttar síðustu metrana til heimilis. Í núverandi útfærslu býður Ljósnetið allt að 100 Mb/s hraða og fólk sem er með Ljósnet tengt heim til sín finnur m.a. fyrir verulegri breytingu á hraðanum þegar það sendir frá sér gögn. Í ADSL er hann 1 Mb/s en með Ljósnetinu fer hann fyrst um sinn í 25 Mb/s. Þetta bætir ýmsa internetþjónustu verulega, t.d. internet-leiki og fjarvinnu. Einnig verður mun betra að nýta sér ýmsa geymsluþjónustu eins og Dropbox, Skydrive, iCloud eða Picasa. Ísland er mjög framarlega í tæknilegum framförum þegar litið er til alls heimsins. Við erum í fyrsta sæti skv. skýrslu World Economic Forum, „The Global Competitiveness Report 2011-2012", þegar horft er til fjölda netnotenda á hverja 100 íbúa. Þá er Ísland í fimmta sæti á heimsvísu yfir fjölda bandbreiðra sítenginga á hverja 100 íbúa og í öðru sæti hvað varðar flutningsgetu. Síminn hefur í yfir 100 ár leitt þá þróun sem orðið hefur í fjarskiptum á Íslandi og með Ljósnetsvæðingunni stígur Síminn enn eitt skrefið í þá átt að mæta þörfum landsmanna með því að veita hraðan og öruggan gagnaflutning með hóflegri fjárfestingu. Í eldri hverfum byggir Ljósnetið á tækni sem notuð er víðast hvar í heiminum, þ.e. ljós í götuskáp. Þetta er meginleið í fastlínufjarskiptum sem mun duga a.m.k. til 2020, en þá er gert ráð fyrir að aðeins um 20% heimila í Evrópu hafi ljósleiðara inn fyrir húsvegg. Ljósnetið er ekki einungis hagkvæmasta leiðin til að ná hærri gagnahraða heldur gefur það einnig kost á mjög hraðri uppbyggingu. Uppbygging Ljósnetsins hófst þegar árið 1994 en þá var lagður ljósleiðari í götuskápa í nýjum hverfum og þar sem jarðframkvæmdir áttu sér stað á hverjum tíma. Með þessu náðist mikið hagræði við uppbygginguna enda er kostnaður við jarðvinnu um 80% af heildarkostnaði við ljósvæðingu. Árið 1999 byrjaði Síminn með ADSL-þjónustu og var þar í hópi fyrstu símafélaga á heimsvísu. Símalínurnar voru upphaflega hannaðar til þess eins að bera símtöl en til þess þarf mjög litla bandbreidd. ADSL-tæknin gerði það kleift að nýta línurnar til að bera háhraðagagnamerki. Hún hafði verið í þróun allan tíunda áratuginn og var Dr. John M. Cioffi, prófessor við Stanford háskóla, í forystusveit ADSL-þróunarinnar. Hann er enn að og hefur komið með nýja tækni sem eykur flutningsgetu koparlína enn frekar. Þessi tækni byggir á miklum framförum í merkjafræði og merkjareiknum og felst í því að eyða truflunum af koparlínunum sem aðrar línur valda. Einnig eru fleiri en ein lína nýtt í hvert samband og jafnframt myndaðar svonefndar huldulínur. Því er spáð að hægt verði að ná yfir 1.000 Mb/s gagnahraða á koparlínum á þessum áratug. Síminn og Míla fylgjast grannt með tækniþróuninni og hafa þegar byrjað að nýta nýjustu afurðir hennar. Flutningur um kopar er þannig í stöðugri þróun sem er gott fyrir alla því enn eru síðustu metrarnir alltaf á kopar, sama hvort ljósleiðarinn er úti í götu eða inn fyrir húsvegg.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun