Til Heiðu Davíð Roach Gunnarsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Ekki hafði ég ætlað mér að standa í ritdeilu en í svari Heiðu Kristínar Helgadóttur (Til kjósenda) sem birtist í Fréttablaðinu á uppstigningardag eru fjarstæðukenndar fullyrðingar sem mig langar að reifa nánar. Hún ýjar þar að því að með því að gera ráð fyrir að Besti flokkurinn beiti sér fyrir verndun Nasa, og jafnvel opinberum styrkjum til rekstursins, sé ég að biðja um einhvers konar spillingu. Að það varði bara persónulega hagsmuni Besta flokks manna og vina þeirra að viðhalda Nasa. Ekkert gæti verið fjær sanni. Ótalmargir Reykvíkingar sækja og koma fram á Nasa sér til ánægju og yndisauka allt árið um kring og þið voruð kosin til að standa vörð um hagsmuni þessa fólks, ekki lóðareigandans. Páll Óskar útlistar vel í grein sem birtist í sama blaði (Hótel Godzilla) hvaða eiginleikum Nasa hefur yfir að búa sem gera það að einstöku tónleikahúsi með ótrúlega fjölbreytta nýtingarmöguleika. Borgir breytast vissulega og þróast og sjaldnast leiðir það til heimsendis. Með þessum rökþrotum er hins vegar hægt að styðja hvaða bull sem er. Fyrir nokkrum áratugum voru t.d. stórhuga menn sem höfðu uppi hugmyndir um að rífa Bernhöftstorfuna og byggja í staðinn stærri hús sem þeir hefðu eflaust grætt meiri peninga á. Þeir hafa sjálfsagt haft „ríkan rétt" til að ráðstafa þeim eignum sínum. Ef það hefði verið gert væri líklegast enn fólk sem byggi í Reykjavík og það væri vissulega þróun og breyting. En væri hún til hins betra? Mér finnst það að loka Nasa, einum vinsælasta samkomustað borgarbúa, til að hægt sé að troða enn einu risahótelinu beint ofan í hjarta miðbæjarins afskaplega slæm þróun. Meðvirkt rugl yfirvalda gagnvart auðmönnum hefur verið talsvert stærra vandamál í borgarskipulagi hingað til en meðvirkni með menningu. Ég vildi að ég vissi hvar hægt er að kaupa afruglara fyrir slíkt. Gagnrýnisleysi kjósenda á sína eigin flokka hefur einnig verið vandamál. Ef Besti flokkurinn kýs að nýta fingur sína og hendur í það að berjast gegn menningarmeðvirkni megið þið mín vegna halda þeim í vösunum. Ef opinberir styrkir til húsa sem hýsa menningarstarfssemi (eins og Rvk-borg styrkir t.d. Bíó Paradís) eru meiri spilling en samkrull pólitíkur og verktaka skal ég glaður kalla mig Berlusconi-mann. Á sínum tíma var komið í veg fyrir eyðileggingu Bernhöfts-torfunnar vegna kröftugra mótmæla almennings. Sama verður ekki sagt um Fjalaköttinn og ótal mörg önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi en voru rifin vegna skammsýni auð- og stjórnmálamanna. Vonandi er ekki of seint að koma í veg fyrir að Nasa hljóti sömu örlög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Ekki hafði ég ætlað mér að standa í ritdeilu en í svari Heiðu Kristínar Helgadóttur (Til kjósenda) sem birtist í Fréttablaðinu á uppstigningardag eru fjarstæðukenndar fullyrðingar sem mig langar að reifa nánar. Hún ýjar þar að því að með því að gera ráð fyrir að Besti flokkurinn beiti sér fyrir verndun Nasa, og jafnvel opinberum styrkjum til rekstursins, sé ég að biðja um einhvers konar spillingu. Að það varði bara persónulega hagsmuni Besta flokks manna og vina þeirra að viðhalda Nasa. Ekkert gæti verið fjær sanni. Ótalmargir Reykvíkingar sækja og koma fram á Nasa sér til ánægju og yndisauka allt árið um kring og þið voruð kosin til að standa vörð um hagsmuni þessa fólks, ekki lóðareigandans. Páll Óskar útlistar vel í grein sem birtist í sama blaði (Hótel Godzilla) hvaða eiginleikum Nasa hefur yfir að búa sem gera það að einstöku tónleikahúsi með ótrúlega fjölbreytta nýtingarmöguleika. Borgir breytast vissulega og þróast og sjaldnast leiðir það til heimsendis. Með þessum rökþrotum er hins vegar hægt að styðja hvaða bull sem er. Fyrir nokkrum áratugum voru t.d. stórhuga menn sem höfðu uppi hugmyndir um að rífa Bernhöftstorfuna og byggja í staðinn stærri hús sem þeir hefðu eflaust grætt meiri peninga á. Þeir hafa sjálfsagt haft „ríkan rétt" til að ráðstafa þeim eignum sínum. Ef það hefði verið gert væri líklegast enn fólk sem byggi í Reykjavík og það væri vissulega þróun og breyting. En væri hún til hins betra? Mér finnst það að loka Nasa, einum vinsælasta samkomustað borgarbúa, til að hægt sé að troða enn einu risahótelinu beint ofan í hjarta miðbæjarins afskaplega slæm þróun. Meðvirkt rugl yfirvalda gagnvart auðmönnum hefur verið talsvert stærra vandamál í borgarskipulagi hingað til en meðvirkni með menningu. Ég vildi að ég vissi hvar hægt er að kaupa afruglara fyrir slíkt. Gagnrýnisleysi kjósenda á sína eigin flokka hefur einnig verið vandamál. Ef Besti flokkurinn kýs að nýta fingur sína og hendur í það að berjast gegn menningarmeðvirkni megið þið mín vegna halda þeim í vösunum. Ef opinberir styrkir til húsa sem hýsa menningarstarfssemi (eins og Rvk-borg styrkir t.d. Bíó Paradís) eru meiri spilling en samkrull pólitíkur og verktaka skal ég glaður kalla mig Berlusconi-mann. Á sínum tíma var komið í veg fyrir eyðileggingu Bernhöfts-torfunnar vegna kröftugra mótmæla almennings. Sama verður ekki sagt um Fjalaköttinn og ótal mörg önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi en voru rifin vegna skammsýni auð- og stjórnmálamanna. Vonandi er ekki of seint að koma í veg fyrir að Nasa hljóti sömu örlög.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar