Til Heiðu Davíð Roach Gunnarsson skrifar 23. maí 2012 06:00 Ekki hafði ég ætlað mér að standa í ritdeilu en í svari Heiðu Kristínar Helgadóttur (Til kjósenda) sem birtist í Fréttablaðinu á uppstigningardag eru fjarstæðukenndar fullyrðingar sem mig langar að reifa nánar. Hún ýjar þar að því að með því að gera ráð fyrir að Besti flokkurinn beiti sér fyrir verndun Nasa, og jafnvel opinberum styrkjum til rekstursins, sé ég að biðja um einhvers konar spillingu. Að það varði bara persónulega hagsmuni Besta flokks manna og vina þeirra að viðhalda Nasa. Ekkert gæti verið fjær sanni. Ótalmargir Reykvíkingar sækja og koma fram á Nasa sér til ánægju og yndisauka allt árið um kring og þið voruð kosin til að standa vörð um hagsmuni þessa fólks, ekki lóðareigandans. Páll Óskar útlistar vel í grein sem birtist í sama blaði (Hótel Godzilla) hvaða eiginleikum Nasa hefur yfir að búa sem gera það að einstöku tónleikahúsi með ótrúlega fjölbreytta nýtingarmöguleika. Borgir breytast vissulega og þróast og sjaldnast leiðir það til heimsendis. Með þessum rökþrotum er hins vegar hægt að styðja hvaða bull sem er. Fyrir nokkrum áratugum voru t.d. stórhuga menn sem höfðu uppi hugmyndir um að rífa Bernhöftstorfuna og byggja í staðinn stærri hús sem þeir hefðu eflaust grætt meiri peninga á. Þeir hafa sjálfsagt haft „ríkan rétt" til að ráðstafa þeim eignum sínum. Ef það hefði verið gert væri líklegast enn fólk sem byggi í Reykjavík og það væri vissulega þróun og breyting. En væri hún til hins betra? Mér finnst það að loka Nasa, einum vinsælasta samkomustað borgarbúa, til að hægt sé að troða enn einu risahótelinu beint ofan í hjarta miðbæjarins afskaplega slæm þróun. Meðvirkt rugl yfirvalda gagnvart auðmönnum hefur verið talsvert stærra vandamál í borgarskipulagi hingað til en meðvirkni með menningu. Ég vildi að ég vissi hvar hægt er að kaupa afruglara fyrir slíkt. Gagnrýnisleysi kjósenda á sína eigin flokka hefur einnig verið vandamál. Ef Besti flokkurinn kýs að nýta fingur sína og hendur í það að berjast gegn menningarmeðvirkni megið þið mín vegna halda þeim í vösunum. Ef opinberir styrkir til húsa sem hýsa menningarstarfssemi (eins og Rvk-borg styrkir t.d. Bíó Paradís) eru meiri spilling en samkrull pólitíkur og verktaka skal ég glaður kalla mig Berlusconi-mann. Á sínum tíma var komið í veg fyrir eyðileggingu Bernhöfts-torfunnar vegna kröftugra mótmæla almennings. Sama verður ekki sagt um Fjalaköttinn og ótal mörg önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi en voru rifin vegna skammsýni auð- og stjórnmálamanna. Vonandi er ekki of seint að koma í veg fyrir að Nasa hljóti sömu örlög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00 Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Ekki hafði ég ætlað mér að standa í ritdeilu en í svari Heiðu Kristínar Helgadóttur (Til kjósenda) sem birtist í Fréttablaðinu á uppstigningardag eru fjarstæðukenndar fullyrðingar sem mig langar að reifa nánar. Hún ýjar þar að því að með því að gera ráð fyrir að Besti flokkurinn beiti sér fyrir verndun Nasa, og jafnvel opinberum styrkjum til rekstursins, sé ég að biðja um einhvers konar spillingu. Að það varði bara persónulega hagsmuni Besta flokks manna og vina þeirra að viðhalda Nasa. Ekkert gæti verið fjær sanni. Ótalmargir Reykvíkingar sækja og koma fram á Nasa sér til ánægju og yndisauka allt árið um kring og þið voruð kosin til að standa vörð um hagsmuni þessa fólks, ekki lóðareigandans. Páll Óskar útlistar vel í grein sem birtist í sama blaði (Hótel Godzilla) hvaða eiginleikum Nasa hefur yfir að búa sem gera það að einstöku tónleikahúsi með ótrúlega fjölbreytta nýtingarmöguleika. Borgir breytast vissulega og þróast og sjaldnast leiðir það til heimsendis. Með þessum rökþrotum er hins vegar hægt að styðja hvaða bull sem er. Fyrir nokkrum áratugum voru t.d. stórhuga menn sem höfðu uppi hugmyndir um að rífa Bernhöftstorfuna og byggja í staðinn stærri hús sem þeir hefðu eflaust grætt meiri peninga á. Þeir hafa sjálfsagt haft „ríkan rétt" til að ráðstafa þeim eignum sínum. Ef það hefði verið gert væri líklegast enn fólk sem byggi í Reykjavík og það væri vissulega þróun og breyting. En væri hún til hins betra? Mér finnst það að loka Nasa, einum vinsælasta samkomustað borgarbúa, til að hægt sé að troða enn einu risahótelinu beint ofan í hjarta miðbæjarins afskaplega slæm þróun. Meðvirkt rugl yfirvalda gagnvart auðmönnum hefur verið talsvert stærra vandamál í borgarskipulagi hingað til en meðvirkni með menningu. Ég vildi að ég vissi hvar hægt er að kaupa afruglara fyrir slíkt. Gagnrýnisleysi kjósenda á sína eigin flokka hefur einnig verið vandamál. Ef Besti flokkurinn kýs að nýta fingur sína og hendur í það að berjast gegn menningarmeðvirkni megið þið mín vegna halda þeim í vösunum. Ef opinberir styrkir til húsa sem hýsa menningarstarfssemi (eins og Rvk-borg styrkir t.d. Bíó Paradís) eru meiri spilling en samkrull pólitíkur og verktaka skal ég glaður kalla mig Berlusconi-mann. Á sínum tíma var komið í veg fyrir eyðileggingu Bernhöfts-torfunnar vegna kröftugra mótmæla almennings. Sama verður ekki sagt um Fjalaköttinn og ótal mörg önnur hús sem hafa menningarsögulegt gildi en voru rifin vegna skammsýni auð- og stjórnmálamanna. Vonandi er ekki of seint að koma í veg fyrir að Nasa hljóti sömu örlög.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Til kjósenda Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. 17. maí 2012 06:00
Hótel Godzilla Nasa mun hætta starfsemi sinni 1. júní næstkomandi. Sá vondi draumur er að verða að veruleika. Húseigandinn hefur rift leigusamningi sínum við Ingu á Nasa, en hún hefur staðið vaktina með glæsibrag í rúmlega tíu ár. Inga er ekki á kúpunni og skuldar ekki nokkrum manni krónu. Hún hefur alltaf borgað leiguna fyrst, svo starfsfólki sínu, og látið svo sjálfa sig mæta afgangi. Hún á þakkir og virðingu skilda fyrir sitt starf. 17. maí 2012 06:00
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar