Til kjósenda Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 17. maí 2012 06:00 Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun