Steinvala á leiði Símonar Peres
Á sínum 70 ára pólitíska ferli var Simon Peres þátttakandi í ákvörðunartökum sem hafa mótað heimssöguna á því svæði þar sem hinstu örlög munu ráðast, að margra mati. Obama vék að því í sínum minningarorðum hvernig dauði fjölskyldu Peresar í helförinni i hinni kristnu Evrópu varð hvati að hans mikla og þrotlausa lífsstarfi. Hann var bæði stríðshaukur og friðardúfa.
Stríð og uppbygging
Peres átti þátt í stofnun Ísraelsríkis sem var frá byrjun eina lýðræðisríkið á svæðinu. Þegnarnir voru stríðshrjáðir, landlausir flóttamenn sem áttu alls engan samastað. Hann átti stóran þátt í að skapa á skömmum tíma þá innviði sem gerði hinu nýstofnaða ríki kleift að taka á móti milljónum flóttamanna sem streymdu alls staðar að úr heiminum.
Hebreskan var endurlífguð eftir 2000 ár, það er einstakt. Hann átti þátt í að byggja upp öflugan her til að verjast fjandsamlegum nágrönnum. Hann vann sleitulaust að því að skapa þjóð sinni örugga og friðsæla tilveru. Aðferðirnar voru því miður ekki alltaf friðsamlegar því það litla og hrjóstruga landsvæði sem þjóð hans var ætlað af alþjóðasamfélaginu við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 var á ófriðsamlegu svæði. Gyðingar höfðu búið þar um aldir en einnig Drúsar, Bedúínar og palestínskir arabar sem höfðu ekki skilgreint sig sem þjóð og margir lifðu hirðingjalífi á mun stærra svæði. Svæðið hafði verið í pólitískri upplausn um aldir.
Landamæri
Við dæmum Ísraela hart fyrir að virða ekki öll landamæri. Flest landamæri Mið-Austurlanda hafa verið dregin án nokkurrar lýðræðislegrar aðkomu þess fólks sem á svæðinu býr. Helstu landamæri voru dregin af vestrænum valdhöfum eftir fall Tyrkjaveldis. Þau voru dregin þvert á línur þjóðernishópa, ættbálka, trúarbragða og tungumála. Í dag búa nokkur þjóðarbrot í flest öllum löndum og flestir minnihlutahópar búa við mun verri kjör en Palestínumenn búa við í Ísrael.
Friðarverðlaun Nóbels
Í lok starfsferils síns hafði hann verið ráðherra flestra mikilvægustu ráðuneytanna, verið forsætisráðherra í tvígang og forseti síðustu árin. Friður var alltaf hans markmið. Fyrir framlag sitt til Óslóarsamkomulagsins fékk Peres friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt Yitzhak Rabin og Yasser Arafat. Peres var í senn afburðagreindur og mikill bjartsýnismaður og hann dó með friðardrauminn í brjósti.
Við fyllumst reiði
Margir hér á landi fyllast heilagri reiði þegar þeir heyra af yfirgangi Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum. Þar er auðvelt að flæða yfir í sögulegt gyðingahatur hinnar kristnu Evrópu og finna einn allsherjar sökudólg alls þess sem miður fer. Evrópa kann þá sögu og er nú byrjuð aftur. Nú ríkir upplausnarástand í arabaheimi. Víða má finna ógnarstjórnun og grimmileg stríðsátök. Sýrland er sem helvíti á jörðu, börn, sjúkrastofnanir og aðrir saklausir eru notaðir sem byssufóður, flestir eru hættir að telja. Hvers vegna eru ekki mótmæli hér heima eða hótanir um viðskiptabönn? Á það einungis við þegar gyðingar tengjast málum? Sum Vesturlönd sem eru öflug í vopnaframleiðslu og sölu undir borðið, virðast bara horfa á, sem ábyrgðarlaus. Víða í hinum sundraða arabaheimi er hatrið á Ísrael eina sameiningaraflið og það nýtt til þess ýtrasta í áróðursskyni. Við erum orðin vön að dæma Ísraela mun harðari dómi en við dæmum alla nágranna þeirra og einnig mun harðari dómi en við dæmum okkur sjálf.
Steinvala
Ég dreif mig upp til Jerúsalem. Þegar veraldarleiðtogar höfðu yfirgefið grafarsvæðið á Hertzel-hæðinni sem er þjóðargrafreitur, þá gafst tækifæri til að fara að gröfinni. Tregafull harmonikkutónlist hljómaði og andrúmsloftið var tilfinningaþrungið, kyrrlátt, tár á hvörmum. Við látlausa gröfina voru jú blómakransar en einnig fjölmargar steinvölur sem syrgjendur höfðu sett á leiðið að sið gyðinga. „Grasið visnar, blómin fölna“ en steinvalan deyr ekki. Hún getur haldist óbreytt endalaust, þegar flest annað breytist. Ég lagði steinvölu á leiðið, þannig mun minningin lifa.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Vér erum úr sömu sveit
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?”
Ingrid Kuhlman skrifar

Réttlát leiðrétting veiðigjalda
Elín Íris Fanndal skrifar

Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur?
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Heiðmörk: Gaddavír og girðingar
Auður Kjartansdóttir skrifar

Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

#blessmeta - önnur grein
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers virði er lambakjöt?
Hafliði Halldórsson skrifar

Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð
Elín Íris Fanndal skrifar

Þjóðareign, trú og skattar
Svanur Guðmundsson skrifar

Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt?
Einar G Harðarson skrifar

Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu?
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar

Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan
Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Opið bréf til stjórnvalda
Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Við skuldum þeim að hlusta
Ólafur Adolfsson skrifar

„Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv.
Flosi Þorgeirsson skrifar

Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum?
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs!
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar

Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla
Rósa Guðbjartsdóttir skrifar

Stéttarkerfi
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza
BIrgir Finnsson skrifar

Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025
Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar

Æfingin skapar meistarann!
Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu
Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu
Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar

Traust í húfi
Eyjólfur Ármannsson skrifar