Innlent

Evrópskir barnabílstólar öruggari

Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar
Herdís Stoorgard, verkefnastjóri barnaslysavarna, mælir ekki með því að fólk kaupi bílstóla frá Bandaríkjunum.
Herdís Stoorgard, verkefnastjóri barnaslysavarna, mælir ekki með því að fólk kaupi bílstóla frá Bandaríkjunum.
Sífellt algengara verður að neytendur panti barnavörur á netinu og láti senda þær hingað til lands, en þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Herdís Stoorgard, verkefnastjóri barnaslysavarna, mælir ekki með því að fólk kaupi bílstóla frá Bandaríkjunum, en þeir stólar urðu ólöglegir hér á landi fyrsta júlí síðastinn þar sem að þeir uppfylla ekki evrópskar kröfur. Hún segir meðal annars bandaríska stóla ekki jafn örugga, þeir eru meðal annars prófaðir á hægari hraða auk þess sem að í Bandaríkjunum er svokölluð sjálfsábyrgðarprófun við lýði, en í henni felst að fyrirtækið prófar vöru sína sjálft og ábyrgist að hún uppfylli alla staðla.

„Evrópa er líka með þessar kröfur en jafnframt því þá óska þeir eftir því að óháður aðili, sem er viðurkenndur, prófi vöruna aftur og þetta gerir það að verkum að það er mun minna um innkallanir á evrópska efnahagssvæðinu en í Ameríku,“ segir Herdís

Ástæður þess að fólk pantar vörurnar erlendis frá er meðal annars verðmunur en barnavörur eru mun dýrari hér á landi en í Bandaríkjunum og mörgum öðrum löndum í Evrópu.

En hvað finnst Herdísi um verð á barnavörum hér á landi, eins og á til dæmis á bílstólum?

„Ég heyri mjög mikið frá þeim foreldrum sem hingað koma í fræðslu að þeim finnst þessi búnaður alveg ótrúlega dýr og maður getur spurt sig af hverju hann er svona dýr, þegar maður sér sambærilega vöru eða sömu vöruna til sölu á netinu í Evrópu,“ segir Herdís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×