Lúpína og lífhagkerfi Páll Árnason skrifar 5. maí 2020 11:00 Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar