Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 20:20 Ágúst og hans menn eru í vandræðum. vísir/bára Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Dominos-deild karla Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira