Hafþór í verðmætan bardaga við reiðan Hall: „Þú baðst aldrei afsökunar“ Sindri Sverrisson skrifar 3. maí 2020 10:15 Hafþór Júlíus Björnsson hlakkar til að mæta Eddie Hall og lækka í honum rostann. VÍSIR/GETTY Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum. Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á leiðinni í boxhringinn gegn Eddie Hall sem sendir Hafþóri kaldar kveðjur á samfélagsmiðlum. Hafþór og Hall hafa marga hildi háð síðustu ár en í gær sló Hafþór heimsmet Bretans með því að lyfta 501 kg í réttstöðulyftu, einu kílói meira en Hall gerði árið 2016. Þeir hafa einnig mæst í keppninni Sterkasti maður heims þar sem Hall vann árið 2017 eftir harða keppni við Hafþór. Hafþór, sem hefur átta ár í röð komist á verðlaunapall í keppninni, vann hana árið 2018 og varð í 3. sæti í fyrra. Nú er komið að því að þeir mætist í boxhringnum. Eins og Hafþór greindi frá í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gær fékk hann tilboð frá Core Sports, sem ljóst er að hljóðar upp á að lágmarki 150 milljónir króna, um að mæta Hall í hnefaleikum. „Eddie, ég var að slá metið þitt og núna er ég tilbúinn að slá þig í rot í hringnum. Það er tími til kominn að þú látir verkin tala og skrifir undir samninginn við Core Sports. Ég er tilbúinn, ert þú tilbúinn Eddie?“ spurði Hafþór. Ekki stóð á svari. Klippa: Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu „Ég er 1.000 prósent að fara að skrifa undir þessa pappíra. Og þú veist af hverju ég mun skrifa undir. Það hefur ekkert að gera með þennan slag okkar í réttstöðulyftunni. Það er vegna þess að þú kallaðir mig svindlara á Sterkasta manni heims árið 2017. Ég get ekki látið eins og ekkert sé og gleymt því. Fólk kann að hafa gleymt þessu en þú baðst aldrei afsökunar,“ sagði Hall. „Þú heldur að þú hafi unnið þetta ár, burtséð frá því hvert verðlaunin fóru, og lést fólk vita af því. Ég get ekki sætt mig við það. Þess vegna skrifa ég undir. Mig langar nefnilega að kenna þér lexíu, og hún felst í því að ég steinroti þig,“ sagði Hall. Bretinn bætti við að hann hygðist rífa höfuðið af Hafþóri, nokkuð sem að „Fjallið“ gerði reyndar listavel í Game of Thrones þáttunum.
Aflraunir Tengdar fréttir Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14 Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjá meira
Sjáðu magnað heimsmet Hafþórs í réttstöðulyftu Hafþór Júlíus Björnsson setti rétt í þessu heimsmet í réttstöðulyftu. 2. maí 2020 17:14
Hafþór ætlar að setja rosalegt heimsmet í beinni: „Þetta á ekki að vera hægt“ Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson ætlar að setja heimsmet í réttstöðulyftu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kl. 17 á laugardaginn. 30. apríl 2020 21:00