Lífið

París vinnur alltaf

París Hilton. Það er ekki hægt að fjalla ekki um hana.
París Hilton. Það er ekki hægt að fjalla ekki um hana.

Það er nokkuð útbreidd skoðun að París Hilton sé fræg fyrir að vera fræg. Og hún er fjölmiðlamatur á hverjum einasta degi. Associated Press fréttastofan ákvað að athuga hvað gerðist ef hún hætti, í eina viku, að minnast á stúlkuna einu einasta orði.

Fréttastofan stóð við það í heila viku, en það varð þó ekki til þess að minnka umfjöllun um París. Aðrir fjölmiðlar fréttu hinsvegar af þessari ákvörðun Associated Press og hún vakti gríðarlega umræðu. Jafnvel í virðulegustu blöðum eins og New York Times og Washington Post.

Það var semsagt fjallað um að ekki væri fjallað um París Hilton, í fjölmiðlum frá Tjæreborg til Tokyo. Og til Íslands, hér með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.