Enski boltinn

Fabregas ekki með til Portúgals

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas á æfingu með Arsenal í vikunni.
Cesc Fabregas á æfingu með Arsenal í vikunni. Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas fór ekki með liði sínu, Arsenal, til Portúgals þar sem liðið leikur æfingaleik gegn Benfica í kvöld. Stjóri liðsins, Arsene Wenger, segir þó að engar óvenjulegar ástæður séu fyrir því.

Fabregas hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í allt sumar og hefur enn ekki spilað með Arsenal á undirbúningstímabilinu.

Arsenal hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Barcelona og tvennum sögum fer af því hvort að því þriðja hafi einnig verið hafnað í gær.

Wenger segir að ástæðan fyrir því að Fabregas hafi ekki farið með til Portúgals væri að leikmaðurinn ætti við meiðsli að stríða.

„Ég hef ekki áhuga á að ræða um möguleg félagaskipti Fabregas því ég hef gert það nú á hverjum einasta blaðamannafundi í þrjú ár. Ég hef engu nýju við að bæta,“ sagði Wenger.

„Ég elska Fabregas og vill að hann verði áfram. Þannig er það,“ bætti hann við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×