Fastur í speglasal Björgólfur Thor Björgólfsson skrifar 9. júní 2016 07:00 Róbert Wessman gaf lesendum Markaðarins innsýn í hugarheim sinn í gær. Að horfa á þá mynd var eins og að svipast um í speglasal, allt bjagað og snúið. Hann býsnast yfir yfirtöku Pharmaco á Delta árið 2002 og segir að hann hafi ekki haft fjármuni til að verjast yfirtökunni. Staðreyndin er sú að hann var starfsmaður félagsins og hafði auðvitað ekkert um það að segja hvort eigendur þess seldu hlut sinn eða ekki. Hann kennir viðskiptabanka félagsins um að hafa sent sig úr landi og „á meðan plottuðu þeir yfirtökuna“. Á mannamáli heitir þetta að nokkrir hluthafa hafi fallist á að selja – og þurftu auðvitað ekki að spyrja starfsmann sinn leyfis. Róbert starfaði áfram sem forstjóri næstu 6 árin og lætur eins og það hafi hann gert tilneyddur! Hann var forstjóri Actavis þegar félagið var tekið af markaði, tók fullan þátt í að semja um skuldsetningu þess við Deutsche Bank og var þar byggt á áætlunum hans sjálfs. Vandamál tengd kaupum forstjórans á gölluðu fyrirtæki í Bandaríkjunum ollu félaginu gríðarlegu fjártjóni. Sú staðreynd, auk þess sem síðar reyndust vera fullkomlega óraunhæfar áætlanir forstjórans, urðu til þess að Actavis varð ógjaldfært. Róbert var m.a. vegna þessa rekinn úr forstjórastóli, eins og fram hefur komið, en hann hefur valið að endurskrifa söguna. Það að hann hafi ákveðið að hætta á þessum tímapunkti eftir áralanga gremju verður að teljast heldur ótrúverðugt, enda eignir hans bundnar í Actavis. Dylgjur Róberts um að ég hafi fyllst einhverri afbrýðisemi vegna kaupa hans í Glitni eru enn ein bjögunin. Það sem mér féll illa voru sífellt vaxandi umsvif forstjóra Actavis á öðrum og óskyldum vettvangi sem samræmdust ekki forstjóraskyldum hans. Róbert rak 10 manna fjárfestingarfélag sitt, Salt Investments, á sama tíma og hann átti að einbeita sér að fullu að rekstri stórfyrirtækis. Við yfirtökuna á Actavis fékk forstjórinn frá mér hlut að verðmæti yfir 100 milljónir evra í félaginu og þurfti aðeins að greiða brot fyrir. Hann veðsetti þennan eignarhlut, þrátt fyrir að honum væri það óheimilt, og hóf að kaupa eignir um allar trissur. Við hrun voru skuldir Salt Investments gríðarlegar, sem og persónulegar skuldir Róberts. Það er ástæða þess að „hlutir hans í Actavis [voru] teknir af honum eftir hrun“. Eitt félaga hans, Salt Generics, var skráð fyrir hlutnum í Actavis. 2010 var það félag komið í eigu GL Investments, sem aftur var í eigu Glitnis. Þessar breytingar urðu um svipað leyti og tilkynnt var um fjárhagslega endurskipulagningu Actavis. Óbjöguð er sagan svona: Róbert skuldaði Glitni milljarða á milljarða ofan. Þær skuldir voru að mestu afskrifaðar, en bankinn leysti auðvitað til sín þær eignir sem voru veðsettar honum, þar á meðal eignarhlut Róberts í Actavis. Hlut sem hann hafði fengið að mestu gefins og varð verðlaus undir hans stjórn. Að halda því fram að ég hafi fengið þann hlut gefins sýnir undarlegt innsæi stórforstjórans á því hvernig viðskipti ganga fyrir sig. Það merkilegasta í viðtalinu er að þar viðurkennir Róbert í fyrsta skipti opinberlega að vera stór hluthafi í Alvogen með tugmilljarða hlut. Hvers vegna hefur starfsmaður hans Árni Harðarson ávallt verið sagður eigandi þess hlutar? Ætli það tengist samningum Róberts við íslensku bankana um skuldir hans og tengdra félaga, sem samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis námu um 30 millljörðum króna, og voru afskrifaðar að mestu? Spyr sá sem ekki veit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Róbert Wessman gaf lesendum Markaðarins innsýn í hugarheim sinn í gær. Að horfa á þá mynd var eins og að svipast um í speglasal, allt bjagað og snúið. Hann býsnast yfir yfirtöku Pharmaco á Delta árið 2002 og segir að hann hafi ekki haft fjármuni til að verjast yfirtökunni. Staðreyndin er sú að hann var starfsmaður félagsins og hafði auðvitað ekkert um það að segja hvort eigendur þess seldu hlut sinn eða ekki. Hann kennir viðskiptabanka félagsins um að hafa sent sig úr landi og „á meðan plottuðu þeir yfirtökuna“. Á mannamáli heitir þetta að nokkrir hluthafa hafi fallist á að selja – og þurftu auðvitað ekki að spyrja starfsmann sinn leyfis. Róbert starfaði áfram sem forstjóri næstu 6 árin og lætur eins og það hafi hann gert tilneyddur! Hann var forstjóri Actavis þegar félagið var tekið af markaði, tók fullan þátt í að semja um skuldsetningu þess við Deutsche Bank og var þar byggt á áætlunum hans sjálfs. Vandamál tengd kaupum forstjórans á gölluðu fyrirtæki í Bandaríkjunum ollu félaginu gríðarlegu fjártjóni. Sú staðreynd, auk þess sem síðar reyndust vera fullkomlega óraunhæfar áætlanir forstjórans, urðu til þess að Actavis varð ógjaldfært. Róbert var m.a. vegna þessa rekinn úr forstjórastóli, eins og fram hefur komið, en hann hefur valið að endurskrifa söguna. Það að hann hafi ákveðið að hætta á þessum tímapunkti eftir áralanga gremju verður að teljast heldur ótrúverðugt, enda eignir hans bundnar í Actavis. Dylgjur Róberts um að ég hafi fyllst einhverri afbrýðisemi vegna kaupa hans í Glitni eru enn ein bjögunin. Það sem mér féll illa voru sífellt vaxandi umsvif forstjóra Actavis á öðrum og óskyldum vettvangi sem samræmdust ekki forstjóraskyldum hans. Róbert rak 10 manna fjárfestingarfélag sitt, Salt Investments, á sama tíma og hann átti að einbeita sér að fullu að rekstri stórfyrirtækis. Við yfirtökuna á Actavis fékk forstjórinn frá mér hlut að verðmæti yfir 100 milljónir evra í félaginu og þurfti aðeins að greiða brot fyrir. Hann veðsetti þennan eignarhlut, þrátt fyrir að honum væri það óheimilt, og hóf að kaupa eignir um allar trissur. Við hrun voru skuldir Salt Investments gríðarlegar, sem og persónulegar skuldir Róberts. Það er ástæða þess að „hlutir hans í Actavis [voru] teknir af honum eftir hrun“. Eitt félaga hans, Salt Generics, var skráð fyrir hlutnum í Actavis. 2010 var það félag komið í eigu GL Investments, sem aftur var í eigu Glitnis. Þessar breytingar urðu um svipað leyti og tilkynnt var um fjárhagslega endurskipulagningu Actavis. Óbjöguð er sagan svona: Róbert skuldaði Glitni milljarða á milljarða ofan. Þær skuldir voru að mestu afskrifaðar, en bankinn leysti auðvitað til sín þær eignir sem voru veðsettar honum, þar á meðal eignarhlut Róberts í Actavis. Hlut sem hann hafði fengið að mestu gefins og varð verðlaus undir hans stjórn. Að halda því fram að ég hafi fengið þann hlut gefins sýnir undarlegt innsæi stórforstjórans á því hvernig viðskipti ganga fyrir sig. Það merkilegasta í viðtalinu er að þar viðurkennir Róbert í fyrsta skipti opinberlega að vera stór hluthafi í Alvogen með tugmilljarða hlut. Hvers vegna hefur starfsmaður hans Árni Harðarson ávallt verið sagður eigandi þess hlutar? Ætli það tengist samningum Róberts við íslensku bankana um skuldir hans og tengdra félaga, sem samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis námu um 30 millljörðum króna, og voru afskrifaðar að mestu? Spyr sá sem ekki veit.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun