Innlent

Ökuréttindalaus á 139 km hraða

Lögreglan hafði afskipti af ökumanni á Heiðmerkurvegi á þriðja tímanum í nótt. Maðurinn sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna og var honum því veitt eftirför. Hann stöðvaði á Arnarnesvegi og hafði þá ekið á allt upp í 139 kílómetra hraða. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að maðurinn hafði ekki réttindi til að aka bifreiðinni. Lögreglan segir að maðurinn hafi stefnt sjálfum sér og öðrum í töluverða hættu með hegðun sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×