Fanginn sem hafði mælt sér mót við dópsala var undir áhrifum fíkniefna sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 20. júlí 2015 12:00 Neysla fíkniefna er vandamál á Litla-Hrauni, að sögn fangelsismálastjóra. vísir/e.ól Fanginn á Litla-Hrauni, sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag vegna meiðsla á hendi, reyndist undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði mælt sér mót við fíkniefnasala á sjúkrahúsinu, en neysla vímuefna er algengt og viðvarandi vandamál í tukthúsinu að sögn fangelsismálastjóra. Ekki er ljóst hvaða fíkniefna fanginn neytti, en ef miðað er við hegðun hans er talið líklegt að það hafi verið sýra. Hann hafði veitt sér áverka á hendi og fór fram á að hann yrði fluttur á sjúkrahús hið snarasta. Þegar á sjúkrahúsið var komið kom í ljós að umræddur fangi hafði mælt sér mót við fíkniefnasala. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði því fangaverðir komust á snoðir um fyrirætlanir fangans. Grunur leikur á að gestkomandi hafi komið með fíkniefnin inn í fangelsið, en Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fanga í neyslu leita ýmissa leiða til þess að verða sér úti um efnin. „Það er því miður algengt að einstaklingar sem eru í mikilli neyslu leiti allra leiða til þess að verða sér úti um fíkniefni. Hvort sem það er á leiðinni í dómssal eða á spítala, og þetta vita fangaverðir og fylgjast með,” segir Páll í samtali við Vísi og bætir við að fíkniefnaneysla inni á Litla-Hrauni sé vandamál. „Það hefur verið talsverð neysla þarna. Við höfum til dæmis tekið efni sem fest hafa verið á bifreiðar sem koma með matvöru. Þetta kemur inn með alls kyns munum til fanga og í rauninni bara eins og ímyndunaraflið býður upp á hverju sinni,” segir hann. Páll segir mikilvægt að föngum sé boðið upp á alla þá þjónustu og meðferðarúrræði sem í boði séu fyrir fíkla. Þá séu agaviðurlög við slíkum brotum en þau hafa fyrst og fremst áhrif á framvindu fangelsisvistarinnar. „Við höldum áfram að gera það sem við höfum gert, að leita á heimsóknargestum og leita í vörum sem koma inn í fangelsið og vera vakandi,” segir Páll Winkel. Tengdar fréttir Fangi fluttur slasaður á sjúkrahús Fangi slasaðist alvarlega á hendi á Litla-Hrauni í dag en ekki var hægt að fara með hann á slysadeild fyrr en rúmum klukkutíma síðar. 18. júlí 2015 15:40 Ekkert að "slasaða“ fanganum: Var búinn að mæla sér mót við dópsala á sjúkrahúsinu Fangelsismálastjóri segir málið undirstika hvers lags fagfólk starfi innan fangelsismálageirans. 18. júlí 2015 18:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fanginn á Litla-Hrauni, sem fluttur var á sjúkrahús á laugardag vegna meiðsla á hendi, reyndist undir áhrifum fíkniefna. Hann hafði mælt sér mót við fíkniefnasala á sjúkrahúsinu, en neysla vímuefna er algengt og viðvarandi vandamál í tukthúsinu að sögn fangelsismálastjóra. Ekki er ljóst hvaða fíkniefna fanginn neytti, en ef miðað er við hegðun hans er talið líklegt að það hafi verið sýra. Hann hafði veitt sér áverka á hendi og fór fram á að hann yrði fluttur á sjúkrahús hið snarasta. Þegar á sjúkrahúsið var komið kom í ljós að umræddur fangi hafði mælt sér mót við fíkniefnasala. Hann hafði þó ekki erindi sem erfiði því fangaverðir komust á snoðir um fyrirætlanir fangans. Grunur leikur á að gestkomandi hafi komið með fíkniefnin inn í fangelsið, en Páll Winkel fangelsismálastjóri segir fanga í neyslu leita ýmissa leiða til þess að verða sér úti um efnin. „Það er því miður algengt að einstaklingar sem eru í mikilli neyslu leiti allra leiða til þess að verða sér úti um fíkniefni. Hvort sem það er á leiðinni í dómssal eða á spítala, og þetta vita fangaverðir og fylgjast með,” segir Páll í samtali við Vísi og bætir við að fíkniefnaneysla inni á Litla-Hrauni sé vandamál. „Það hefur verið talsverð neysla þarna. Við höfum til dæmis tekið efni sem fest hafa verið á bifreiðar sem koma með matvöru. Þetta kemur inn með alls kyns munum til fanga og í rauninni bara eins og ímyndunaraflið býður upp á hverju sinni,” segir hann. Páll segir mikilvægt að föngum sé boðið upp á alla þá þjónustu og meðferðarúrræði sem í boði séu fyrir fíkla. Þá séu agaviðurlög við slíkum brotum en þau hafa fyrst og fremst áhrif á framvindu fangelsisvistarinnar. „Við höldum áfram að gera það sem við höfum gert, að leita á heimsóknargestum og leita í vörum sem koma inn í fangelsið og vera vakandi,” segir Páll Winkel.
Tengdar fréttir Fangi fluttur slasaður á sjúkrahús Fangi slasaðist alvarlega á hendi á Litla-Hrauni í dag en ekki var hægt að fara með hann á slysadeild fyrr en rúmum klukkutíma síðar. 18. júlí 2015 15:40 Ekkert að "slasaða“ fanganum: Var búinn að mæla sér mót við dópsala á sjúkrahúsinu Fangelsismálastjóri segir málið undirstika hvers lags fagfólk starfi innan fangelsismálageirans. 18. júlí 2015 18:07 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fangi fluttur slasaður á sjúkrahús Fangi slasaðist alvarlega á hendi á Litla-Hrauni í dag en ekki var hægt að fara með hann á slysadeild fyrr en rúmum klukkutíma síðar. 18. júlí 2015 15:40
Ekkert að "slasaða“ fanganum: Var búinn að mæla sér mót við dópsala á sjúkrahúsinu Fangelsismálastjóri segir málið undirstika hvers lags fagfólk starfi innan fangelsismálageirans. 18. júlí 2015 18:07