Umdeild forsíða Newsweek á fimmtugsafmæli Díönu 30. júní 2011 10:00 Díana fimmtug. Myndin á forsíðunni er mjög sannfærandi og sýnir prinsessuna ganga við hlið tengdadóttur sinnar, Katrínar hertogaynju af Cambridge. Margir eru æfir og telja athæfið ósmekklegt hjá Newsweek. Nýjasta tölublað tímaritsins Newsweek hefur vakið hörð viðbrögð, en á forsíðunni er að finna tölvugerða mynd af Díönu prinsessu og Katrínu hertogaynju af Cambridge. Díana prinsessa hefði orðið fimmtug á morgun hefði hún lifað og veltir ritstjóri blaðsins, Tina Brown, fyrir sér hvernig líf prinsessunnnar væri árið 2011. Lafði Díana Spencer, betur þekkt sem Díana prinsessa, hefði orðið fimmtug á morgun, 1. júlí. Af því tilefni er forsíða tímaritsins Newsweek heldur óvenjuleg, en þar má sjá Díönu prinsessu og tengdadóttur hennar Katrínu hertogaynju af Cambridge ganga brosandi hlið við hlið. Myndin er mjög sannfærandi en vart þarf að taka fram að hún er tölvugerð. Eins og flestir vita lést Díana prinsessa langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997.Díana prinsessa var mjög vinsæl og var dauði hennar mikill harmleikur, en hún lést í bílslysi í París aðeins 36 ára að aldri.Ritstjóri Newsweek er Tina Brown og veltir hún fyrir sér í grein inni í blaðinu hvernig líf Díönu væri ef hún hefði ekki látist. Brown hefur lengi haft áhuga á Díönu og skrifaði meðal annars ævisögu prinsessunnar árið 2007. Brown telur að Díana hefði ábyggilega flutt til New York, hún hefði óhrædd látið flikka upp á útlitið með lýtaaðgerðum og án efa væri hún virkur meðlimur á samskiptavefnum Twitter. Einnig telur Brown að Díana væri búin að vera í sambandi við marga karlmenn og væri öfundsjúk út í Katrínu hertogaynju, sem einmitt prýðir forsíðuna með tengdamóðurinni sem hún hefur aldrei hitt. Skiptar skoðanir eru um forsíðuna og greinina. Margir eru æfir og segja athæfið ósmekklegt. Aðrir telja grein Newsweek góða og að Brown hafi nýtt sér listrænt frelsi til að endurvekja minningu Díönu. Dæmi svo hver fyrir sig. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Nýjasta tölublað tímaritsins Newsweek hefur vakið hörð viðbrögð, en á forsíðunni er að finna tölvugerða mynd af Díönu prinsessu og Katrínu hertogaynju af Cambridge. Díana prinsessa hefði orðið fimmtug á morgun hefði hún lifað og veltir ritstjóri blaðsins, Tina Brown, fyrir sér hvernig líf prinsessunnnar væri árið 2011. Lafði Díana Spencer, betur þekkt sem Díana prinsessa, hefði orðið fimmtug á morgun, 1. júlí. Af því tilefni er forsíða tímaritsins Newsweek heldur óvenjuleg, en þar má sjá Díönu prinsessu og tengdadóttur hennar Katrínu hertogaynju af Cambridge ganga brosandi hlið við hlið. Myndin er mjög sannfærandi en vart þarf að taka fram að hún er tölvugerð. Eins og flestir vita lést Díana prinsessa langt fyrir aldur fram í bílslysi í París árið 1997.Díana prinsessa var mjög vinsæl og var dauði hennar mikill harmleikur, en hún lést í bílslysi í París aðeins 36 ára að aldri.Ritstjóri Newsweek er Tina Brown og veltir hún fyrir sér í grein inni í blaðinu hvernig líf Díönu væri ef hún hefði ekki látist. Brown hefur lengi haft áhuga á Díönu og skrifaði meðal annars ævisögu prinsessunnar árið 2007. Brown telur að Díana hefði ábyggilega flutt til New York, hún hefði óhrædd látið flikka upp á útlitið með lýtaaðgerðum og án efa væri hún virkur meðlimur á samskiptavefnum Twitter. Einnig telur Brown að Díana væri búin að vera í sambandi við marga karlmenn og væri öfundsjúk út í Katrínu hertogaynju, sem einmitt prýðir forsíðuna með tengdamóðurinni sem hún hefur aldrei hitt. Skiptar skoðanir eru um forsíðuna og greinina. Margir eru æfir og segja athæfið ósmekklegt. Aðrir telja grein Newsweek góða og að Brown hafi nýtt sér listrænt frelsi til að endurvekja minningu Díönu. Dæmi svo hver fyrir sig. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira