Bestu og verstu jólagjafir fólks Guðný Hrönn skrifar 23. desember 2016 11:45 Það á víst að vera hugurinn sem gildir þegar kemur að jólagjöfum til ástvina, en það verður að viðurkennast að það er alltaf ánægjulegt þegar gjöfin hittir beint í mark. Við fengum fjóra einstaklinga til að rifja upp bestu jólagagjafir sem þau hafa fengið, en líka þær verstu! Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að fá gjöf sem vekur lukku.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.Besta jólagjöfin: „Líklega er fyrsta golfsettið sem við bræðurnir eignuðumst saman besta jólagjöfin. Hún kemur allavega fyrst upp í hugann.“Versta jólagjöfin: „Ég hef bara fengið góðar gjafir. Allavega í minningunni. Mjúkir pakkar voru þó ekki í miklu uppáhaldi þegar ég var yngri og einhver föt sem ég fór aldrei í er líklega það versta sem ég hef fengið. En á seinni árum hafa mjúku pakkarnir komið sterkir inn.“Sigga Lund, fjölmiðlakona.Besta jólagjöfin: „Fyrsta gjöfin sem mér kemur í huga minn er gjöf sem ég fékk jólin 2013 þegar Alli, minn fyrrverandi, og Elí Þór, sonur minn, gáfu mér iPad í jólagjöf. Þetta var þegar við vorum að reka vefinn siggalund.is. Við Alli áttum engan pening og höfðum ákveðið að sleppa gjöfum hvort til annars þetta árið. Ég átti ekki von á neinu, en þeir komu mér svo á óvart. Það var ekki endilega iPadinn sem stóð upp úr heldur hugurinn sem var á bak við gjöfina sem snerti mig.“Versta jólagjöfin: „Versta jólagjöfin er klárlega þegar fyrrverandi tengdapabbi gaf okkur þáverandi skötuhjúum lítinn byggpoka á fyrstu jólunum okkar. Ég get ekki annað en hlegið þegar ég rifja þetta upp. Pokinn var meira að segja rifinn svo það fór bygg út um allt þegar pakkinn var opnaður.“Listakonan Lóa.Vísir/ErnirLóa Hjálmtýsdóttir, listakona.Besta jólagjöfin: „Árleg hefð hjá Árna Rúnari er að gefa mér nýja myndasögu til að lesa yfir jólin. Þó svo að ég sé myndasögulesandinn á heimilinu tekst honum alltaf að finna eitthvað áhugavert sem ég hef ekki lesið. Ég hlakka alltaf mest til að opna þennan pakka.“Versta jólagjöfin: „Ég man ekki hver það var en einhver í fjölskyldunni ákvað að nota tækifærið og skila framlengingarsnúrum sem viðkomandi hafði fengið lánaðar. Snúrunum var pakkað inn í jólapappír og viðtakandinn varð fyrir miklum vonbrigðum.“Linda Jóhannsdóttir, hönnuður.Besta jólagjöfin: „Bestu jólagjöf allra tíma fékk ég þegar ég var fimm ára. Rétt fyrir jól var ég með ömmu og afa að versla í Miklagarði, þar var óskabrunnur sem hægt var að setja pening í. Peningurinn rann til góðgerðarmála og þú fékkst ósk í staðinn. Afi gaf mér aur til að óska mér og ég horfði á peninginn rúlla niður og óskaði mér. Afi spyr hvers ég hafi óskað mér en ég neitaði að segja það þar sem óskin myndi þá ekki rætast en afi fullvissaði mig um að maður mætti segja einum. Á aðfangadag var svo rosalega stór jólapakki við hliðina á jólatrénu, ég man hversu heitt ég óskaði að það væri minn þar sem stórir pakkar voru bara betri á þeim tíma. Afi las á pakkann og hann var til mín! Ég opnaði hann og þetta var draumahús Barbie á tveimur hæðum með risasvölum og bleikri lyftu! Ég gleymi aldrei hversu ótrúlegt var að komast að því hversu mikill töframáttur væri í svona óskabrunni.“Versta gjöfin: „Það verður því miður að skrifast á gjöf sem ég fékk frá kærastanum mínum fyrir svona tíu árum. Almennt eru gjafakaup ekki hans „thing“ en þetta árið var ég spennt að opna jólagjöfina frá honum eins og öll hin árin. Þegar ég fæ pakkann í hendurnar fer kærastinn að afsaka sig og segir: „Þú manst að ég hafði ekki mikinn tíma.“ Ég opna pakkann og í ljós koma bleikir köflóttir, loðnir akrýl-sokkar! Þeir voru ekki einungis köflóttir heldur líka með einhverjum brúnum myndum á. Sokkarnir voru með eins konar lambaáferð að innan en líka hálfloðnir að utan og það sem toppaði þá alveg var að þeir voru í stærð 34 og ég nota stærð 37.“ Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Það á víst að vera hugurinn sem gildir þegar kemur að jólagjöfum til ástvina, en það verður að viðurkennast að það er alltaf ánægjulegt þegar gjöfin hittir beint í mark. Við fengum fjóra einstaklinga til að rifja upp bestu jólagagjafir sem þau hafa fengið, en líka þær verstu! Það er nefnilega ekkert sjálfgefið að fá gjöf sem vekur lukku.Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri.Besta jólagjöfin: „Líklega er fyrsta golfsettið sem við bræðurnir eignuðumst saman besta jólagjöfin. Hún kemur allavega fyrst upp í hugann.“Versta jólagjöfin: „Ég hef bara fengið góðar gjafir. Allavega í minningunni. Mjúkir pakkar voru þó ekki í miklu uppáhaldi þegar ég var yngri og einhver föt sem ég fór aldrei í er líklega það versta sem ég hef fengið. En á seinni árum hafa mjúku pakkarnir komið sterkir inn.“Sigga Lund, fjölmiðlakona.Besta jólagjöfin: „Fyrsta gjöfin sem mér kemur í huga minn er gjöf sem ég fékk jólin 2013 þegar Alli, minn fyrrverandi, og Elí Þór, sonur minn, gáfu mér iPad í jólagjöf. Þetta var þegar við vorum að reka vefinn siggalund.is. Við Alli áttum engan pening og höfðum ákveðið að sleppa gjöfum hvort til annars þetta árið. Ég átti ekki von á neinu, en þeir komu mér svo á óvart. Það var ekki endilega iPadinn sem stóð upp úr heldur hugurinn sem var á bak við gjöfina sem snerti mig.“Versta jólagjöfin: „Versta jólagjöfin er klárlega þegar fyrrverandi tengdapabbi gaf okkur þáverandi skötuhjúum lítinn byggpoka á fyrstu jólunum okkar. Ég get ekki annað en hlegið þegar ég rifja þetta upp. Pokinn var meira að segja rifinn svo það fór bygg út um allt þegar pakkinn var opnaður.“Listakonan Lóa.Vísir/ErnirLóa Hjálmtýsdóttir, listakona.Besta jólagjöfin: „Árleg hefð hjá Árna Rúnari er að gefa mér nýja myndasögu til að lesa yfir jólin. Þó svo að ég sé myndasögulesandinn á heimilinu tekst honum alltaf að finna eitthvað áhugavert sem ég hef ekki lesið. Ég hlakka alltaf mest til að opna þennan pakka.“Versta jólagjöfin: „Ég man ekki hver það var en einhver í fjölskyldunni ákvað að nota tækifærið og skila framlengingarsnúrum sem viðkomandi hafði fengið lánaðar. Snúrunum var pakkað inn í jólapappír og viðtakandinn varð fyrir miklum vonbrigðum.“Linda Jóhannsdóttir, hönnuður.Besta jólagjöfin: „Bestu jólagjöf allra tíma fékk ég þegar ég var fimm ára. Rétt fyrir jól var ég með ömmu og afa að versla í Miklagarði, þar var óskabrunnur sem hægt var að setja pening í. Peningurinn rann til góðgerðarmála og þú fékkst ósk í staðinn. Afi gaf mér aur til að óska mér og ég horfði á peninginn rúlla niður og óskaði mér. Afi spyr hvers ég hafi óskað mér en ég neitaði að segja það þar sem óskin myndi þá ekki rætast en afi fullvissaði mig um að maður mætti segja einum. Á aðfangadag var svo rosalega stór jólapakki við hliðina á jólatrénu, ég man hversu heitt ég óskaði að það væri minn þar sem stórir pakkar voru bara betri á þeim tíma. Afi las á pakkann og hann var til mín! Ég opnaði hann og þetta var draumahús Barbie á tveimur hæðum með risasvölum og bleikri lyftu! Ég gleymi aldrei hversu ótrúlegt var að komast að því hversu mikill töframáttur væri í svona óskabrunni.“Versta gjöfin: „Það verður því miður að skrifast á gjöf sem ég fékk frá kærastanum mínum fyrir svona tíu árum. Almennt eru gjafakaup ekki hans „thing“ en þetta árið var ég spennt að opna jólagjöfina frá honum eins og öll hin árin. Þegar ég fæ pakkann í hendurnar fer kærastinn að afsaka sig og segir: „Þú manst að ég hafði ekki mikinn tíma.“ Ég opna pakkann og í ljós koma bleikir köflóttir, loðnir akrýl-sokkar! Þeir voru ekki einungis köflóttir heldur líka með einhverjum brúnum myndum á. Sokkarnir voru með eins konar lambaáferð að innan en líka hálfloðnir að utan og það sem toppaði þá alveg var að þeir voru í stærð 34 og ég nota stærð 37.“
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira