Fótbolti

Margrét Lára spilaði í jafnteflisleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

Margrét Lára Viðarsdóttir vann sér loksins sæti í byrjunarliði Linköping sem gerði í dag 2-2 jafntefli við Stattena í sænsku úrvalsdeildinni.

Margrét Lára lék allan leikinn í liði Linköping sem er í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig eftir fjóra leiki.

Það var einnig leikið í deildinni í gær. Dóra Stefánsdóttir kom inn á sem varamaður í stórsigri Malmö á Piteå, 7-0.

Þá tapaði Kristianstad sínum fjórða leik í röð í gær er það tapaði fyrir Kristianstad á útivelli, 2-1. Erla Steina Arnardóttir, Guðný Björk Óðinsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru allar í byrjunarliði Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×