Erlent

15 taldir af eftir flugslys

Óttast er að fimmtán manns, eða þrettán farþegar og tveir flugmenn, hafi farist þegar tveggja hreyfla flugvél hrapaði í norðausturhluta Ástralíu í morgun. Veður var afleitt á staðnum þegar vélin fórst. Lögreglan í Queensland greindi frá því að flak vélarinnar hefði fundist skammt frá svæðum frumbyggja, á Cape York-skaga í Norðaustur-Ástralíu, og að útlit væri fyrir að enginn hefði lifað flugslysið af. Ekki hefur verið staðfest hverjir voru um borð í vélinni en talið er að það hafi verið heimamenn þar sem svæðið er ekki þekkt sem ferðamannastaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×