Konur „óumdeilanlega betri“ en karlar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. desember 2019 08:43 Barack Obama fór um víðan völl á fundi sínum í Singapúr. skjáskot Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama. Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Þrátt fyrir að konur séu ekki fullkomnar eru þær óumdeilanlega betri en karlmenn, að sögn Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ef fleiri konur væru þjóðarleiðtogar væri heimurinn betri staður að hans sögn, lífsgæði og þjóðarhagur myndi vænkast. Flest vandamál heimsins mætti rekja til eldra fólks, ekki síst karlmanna, sem reyna að hanga á völdum eins og hundar á roði. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Obama á fundi í Singapúr um leiðtogahæfni í vikunni. Þar var hann meðal annars spurður hvort hann gæti hugsað sér að bjóða aftur fram krafta sína á hinu pólitíska sviði og svaraði Obama því neitandi. Hann tryði því að allir ættu að þekkja sinn vitjunartíma í pólitík. Þegar hann hélt um stjórnartaumana í Hvíta húsinu segist Obama hafa hugsað til þess hvernig heimurinn liti út ef honum væri stjórnað af konum, en ekki körlum eins og sér. „Ég vil að þið vitið það,“ sagði Obama og beindi orðum sínum að konunum í salnum, „að þið eruð ekki fullkomnar. Ég get hins vegar sagt nokkuð óumdeilanlega að þið eruð betri en við.“ Obama sagðist jafnframt sannfærður um að lífskjör heimsbyggðarinnar myndu batna umtalsvert ef konur myndu halda um stjórnartaumana, þó það væri ekki í nema tvö ár. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Obama hefur talað á þessum nótum. Það gerði hann til að mynda árið 2017 þegar hann kallaði eftir fleiri kvenleiðtogum - „því karlar virðast eiga í vandræðum þessa dagana.“ Hann nefndi þó engin nöfn í því samhengi. Obama bætti um betur í fyrrasumar þegar hann sagði á fundi í Jóhannesarborg að karlar væru farnir að „fara í taugarnar“ á honum. Í Singapúr minntist Obama þess hvernig konurnar í ríkisstjórn hans áttu oft erfitt með að fá áheyrn á fundum. Þær hafi jafnvel lagt fram tillögur, til þess eins að karlmaður bæri þær fram nokkrum mínútum síðar. Þetta hafi orðið til þess að konurnar hafi hætt að taka til máls á fundunum. „Ég vissi að þær höfðu meira til málanna að leggja en karlmennirnir,“ sagði Obama en bætti við að karlarnir hafi verið duglegri við að koma skoðunum sínum á framfæri. Því hafi hann brugðið á það ráð að spyrja konurnar sérstaklega á fundunum, sem oftar en ekki bjuggu yfir „ótrúlegri innsýn“ í málefnið hverju sinni. Hann hvatti því konurnar, sem viðstaddar voru, til að hefja upp raust sína. Hann beindi spjótum sínum einnig að karllægum fyrirtækjum. „Ef það er engin kona í efstu lögum fyrirtækisins, þá eruð þið væntanlega hluti af vandamálinu. Þið þurfið að vera hluti af lausninni og ættuð því að taka starfsemi ykkar til endurskoðunar,“ sagði Obama.
Bandaríkin Jafnréttismál Singapúr Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira