Erlent

Páfi ávarpaði mannfjöldann

Jóhannes Páll II páfi ávarpaði fólk út um gluggann á íbúð sinni við Péturstorg í gær og er það í fyrsta skipti sem hann gerir slíkt frá því hann veiktist og var fluttur á sjúkrahús fyrir hálfum mánuði. Aðstoðarmaður páfa flutti megnið af skilaboðum páfa til mannfjöldans en undir lokin sagði páfi skýrri röddu. "Gleðilegan sunnudag. Þakka ykkur fyrir," sagði hann og veifaði fólki titrandi hendi. "Lengi lifi páfinn," heyrðist úr röðum þeirra þúsunda einstaklinga sem voru viðstaddir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×