Innlent

Ætla ekki að draga boðið til baka

Íslensk stjórnvöld ætla ekki að fara að hvatningu bandarískra stjórnvalda um að draga til baka boðið til Bobbys Fischers um dvalarleyfi á Íslandi, en orðsending þess efnis barst í gegnum bandaríska sendiráðið á föstudag. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að sendiherra Bandaríkjanna hér á landi hafi verið tjáð í dag að Fischer nyti mikils álits hér á landi og Ísland væri með boði sínu einungis að bregðast við með vísun til sögulegra tengsla við skákmanninn. Forsenda þeirrar ákvörðunar að vísa beiðninni ekki á bug væri sú að bandarísk stjórnvöld hefðu ekki krafist framsals Fischers frá Japan. Þá hafi einnig verið útskýrt að brot gegn viðskiptabanni á fyrrverandi Júgóslavíu væru fyrnd samkvæmt íslenskum lögum. Davíð Oddsson ræðir málið í viðtali við fréttamann Stöðvar 2, í aðalfréttatíma stöðvarinnar klukkan hálf sjö í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×