Innlent

Ekki verið að hnýsast

Nýr lyfjagagnagrunnur verður tekinn í notkun um áramót. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir segir að með gagnagrunninum verði unnt að hafa betra eftirlit með útgáfu lyfseðla og koma í veg fyrir misnotkun. Ekki verði þó fylgst með lyfjanotkun fólks nema sterk rök liggi að baki. Hann segir ekki síður mikilvægt að með grunninum verði hægt að fylgjast betur með þróun lyfjanotkunar í landinu almennt, enda hafi hingað til vantað til þess tæki. Matthías segir að allar upplýsingar í grunninum verði dulkóðaðar, en ef sterkur grunur leiki á misnotkun, sé unnt að afkóða upplýsingarnar og komast að því hvaða einstaklingur eða læknir er að misnota sér útgáfu lyfseðla. Matthías segir hins vegar að alls ekki komi til þess að upplýsingarnar verði afkóðaðar nema mjög sterkur grunur leiki á misnotkun, enda sé annað óheimilt. Þetta sé allt unnið í nánu samstarfi við Persónuvernd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×