Innlent

Esso hækkar dísel um eina krónu

Olíufélagið Esso hefur hækkað lítrann af dísilolíu um eina krónu. Olíufélagið segir ástæðu hækkunarinnar vera hækkun á heimsmarkaðsverði á olíu í síðastliðinni viku. Líterinn af díselolíu kostar nú 47,60 krónur hjá Essó. Ekki hafa borist fregnir af sambærilegum hækkunum hjá öðrum olíufélögum á höfuðborgarsvæðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×