Sonur Rodman frétti fyrst af Vegas ævintýrum pabba síns þegar hann horfði á „Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2020 14:00 Dennis Rodman tók upp á ýmsu á meðan ferlinum stóð og það hefur líka mikið gengið á síðan að körfuboltaskórnir fóru upp á hillu. EPA/MIKE ALQUINTO Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman. NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Dennis Rodman var stjarna síðustu helgar í „The Last Dance“ heimildarþáttunum á ESPN og þar kom ýmislegt fram í dagsljósið sem menn vissu ekki af. Það sem vakti einna mesta athygli var þegar Dennis Rodman fékk leyfi til að fara til Las Vegas á miðju tímabilinu. Rodman bað þá Phil Jackson þjálfara um 48 klukkustunda frí til að fá að sletta úr klaufunum. Fríið var reyndar talsvert lengra og endaði ekki fyrr en Michael Jordan bankaði á dyrnar og dró Rodman með sér aftur á æfingu. Dennis Rodman's son found out about his dad's Vegas vacation while watching 'The Last Dance' https://t.co/MYlaRRdk30— Sporting News NBA (@sn_nba) April 29, 2020 Ævintýrið í Las Vegas var svo vel geymt leyndarmál að sonur Dennis Rodman vissi ekki einu sinni af því. Dennis „DJ“ Rodman Jr., var í vetur á fyrsta ári í Washington State í bandaríska háskólaboltanum. Rodman eldri eignaðist hann með Michelle Moyer árið 2000 eða tveimur árum eftir „The Last Dance“ tímabilið með Chicago Bulls. „Það eina sem ég vissi ekki var þetta frí sem hann fékk. Ég vissi ekki að maður kæmist upp með slíkt. Ég hafði ekki hugmynd um að þú gætir farið til þjálfara þíns og sagt: ‘Ég þarf að fá frí’,“ sagði Dennis Rodman yngri. Only thing I didn t know was that vacation...I didn t know you could do that...I didn t know you could go up to your coach be like I need a vacation - Dennis Rodman s son, DJ, after watching #TheLastDance ep. 3/4 pic.twitter.com/0yMHZjF0oR— ClutchPoints (@ClutchPointsApp) April 27, 2020 Sagan var mjög skemmtileg og furðuleg eins og Dennis Rodman er sjálfur. Ævintýrið endaði líka á epískan hátt eða með því að besti körfuboltamaður sögunnar bankaði á dyrnar hjá Rodman þegar hann og Carmen Electra lágu nakin á gólfinu. Carmen Electra sagðist hafa þá stokkið á bak við sófann og reynt að fela sig. Jordan tók Dennis Rodman aftur á móti með sér á æfingu og Rodman áttaði sig loksins á því að hann var körfuboltamaður að atvinnu. Dennis Rodman tók 15,0 fráköst að meðaltali í leik í deildarkeppninni þetta 1997-98 tímabil með Chicago Bulls en auk þess var hann með 4,7 stig og 2,9 stoðsendingar í leik. Chicago Bulls liðið varð síðan meistari þriðja árið í röð um sumarið meðal annars þökk sé varnarleik og fráköstum Dennis Rodman.
NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira