Lætur efniviðinn ráða ferðinni Guðný Hrönn skrifar 24. febrúar 2017 14:00 Helga Sif lærði í bæði LHÍ og í Konstfack-listaakademíunni í Stokkhólmi. Helga Sif Guðmundsdóttir myndhöggvari færði út kvíarnar árið 2014 og hóf að hanna skartgripi. Nýverið sendi hún frá sér sína aðra skartgripalínu sem er náskyld myndlist hennar. Hugmyndafræðin er sprottin úr myndlistarverkum mínum en þar geng ég alltaf fyrst út frá efninu og læt eðli þess móta og forma verkið,“ segir Helga aðspurð út í nýju línuna sem unnin er úr brassi og ferskvatnsperlum. „Í myndlistinni og skartgripahönnuninni vinn ég fyrst og fremst með efni og virkni þess. Sú hugsun og vinnubrögð sem ég hef tileinkað mér í myndlistinni nýtist mér í allri sköpun. Ég hef ákveðið að leyfa þessu að flæða inn í hvort annað í stað þess að aðgreina og setja í hólf eins og manni er oft tamt. Ég lít svo á að öll sköpun næri aðra sköpun,“ útskýrir Helga Sif.„Ég vinn skartið með einfaldleika að leiðarljósi og það er fyrst og fremst sjálf keðjan sem er upphafið að mótun og endanlegu formi skartsins. Ég vil helst komast upp með að nota sem fæst hráefni og láta þau sem ég nota hverju sinni njóta sín sem best,“ segir hún. Helga Sif sækir innblástur í textílhefðir, bæði í myndlist sinni og í skartgripahönnun. „Já, innblásturinn kemur í gegnum textílhandverk af ýmsum toga en einnig náttúrunni. Og síðan má ekki gleyma byggingavörubúðum, smiðjum og smíðaverkstæðum,“ segir Helga sem fær greinilega innblásturinn úr öllum áttum. Helga Sif er með skartið sitt til sölu í versluninni Hlín Reykdal Stúdíó og þar verður hún með innsetningu á HönnunarMars. „Þá ætla ég að vinna verk í verslunarrýmið þannig að ég mun láta myndlistina og skartið flæða saman í eitthvað skemmtilegt.“ Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira
Helga Sif Guðmundsdóttir myndhöggvari færði út kvíarnar árið 2014 og hóf að hanna skartgripi. Nýverið sendi hún frá sér sína aðra skartgripalínu sem er náskyld myndlist hennar. Hugmyndafræðin er sprottin úr myndlistarverkum mínum en þar geng ég alltaf fyrst út frá efninu og læt eðli þess móta og forma verkið,“ segir Helga aðspurð út í nýju línuna sem unnin er úr brassi og ferskvatnsperlum. „Í myndlistinni og skartgripahönnuninni vinn ég fyrst og fremst með efni og virkni þess. Sú hugsun og vinnubrögð sem ég hef tileinkað mér í myndlistinni nýtist mér í allri sköpun. Ég hef ákveðið að leyfa þessu að flæða inn í hvort annað í stað þess að aðgreina og setja í hólf eins og manni er oft tamt. Ég lít svo á að öll sköpun næri aðra sköpun,“ útskýrir Helga Sif.„Ég vinn skartið með einfaldleika að leiðarljósi og það er fyrst og fremst sjálf keðjan sem er upphafið að mótun og endanlegu formi skartsins. Ég vil helst komast upp með að nota sem fæst hráefni og láta þau sem ég nota hverju sinni njóta sín sem best,“ segir hún. Helga Sif sækir innblástur í textílhefðir, bæði í myndlist sinni og í skartgripahönnun. „Já, innblásturinn kemur í gegnum textílhandverk af ýmsum toga en einnig náttúrunni. Og síðan má ekki gleyma byggingavörubúðum, smiðjum og smíðaverkstæðum,“ segir Helga sem fær greinilega innblásturinn úr öllum áttum. Helga Sif er með skartið sitt til sölu í versluninni Hlín Reykdal Stúdíó og þar verður hún með innsetningu á HönnunarMars. „Þá ætla ég að vinna verk í verslunarrýmið þannig að ég mun láta myndlistina og skartið flæða saman í eitthvað skemmtilegt.“
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Sjá meira