Íslandsmeistarar dagsins: Tíundi Íslandsmeistaratitilinn á fimmtán árum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2020 12:30 Anna María Sveinsdóttir með bikarana á síðum Morgunblaðsins 3.apríl eftir sigur Keflavíkur á Íslandsmóti kvenna kvöldið áður. Skjámynd/Morgunblaðið Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7) Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Þessa dagana eru úrslitin vanalega að ráðast í úrslitakeppnum Domino´s og Olís deildanna í körfubolta og handbolta. Kórónuveiran hefur komið í veg fyrir það gerist í ár en Vísir ætlar í staðinn að rifja upp Íslandsmeistara dagsins næstu vikurnar. Frá því að úrslitakeppnirnar voru fyrst teknar upp í deildunum fjórum, Olís karla og kvenna og Domino´s karla og kvenna, hefur eitt lið orðið Íslandsmeistari 2. apríl. Íslandsmeistarar dagsins er kvennalið Keflavíkur í körfubolta sem vann tíunda Íslandsmeistaratitil félagsins 2. apríl 2003. Keflavíkurkonur unnu sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil vorið 1988 og voru þarna fimmtán árum seinna að vinna sinn tíunda. Keflavíkurliðið vann alla fimm leiki sína í úrslitakeppninni og alla tíu leiki sína eftir að liðið missti niður sextán stiga forystu í fjórða leikhluta í bikarúrslitaleiknum. Anna María Sveinsdóttir var búin að vera með í öllum tíu Íslandsmeistaraliðum Keflavíkur en missti af úrslitakeppninni 1993 þegar hún fór í barneignarfrí um áramótin. Að þessu sinni var hún spilandi þjálfari. Opnuumfjöllun DV um Íslandsmeistaratitil Keflavíkurkvenna á þessum degi árið 2003.Skjámynd/DV Langt síðan við höfum hampað titlinum hér „Þetta var frábært og við ætluðum okkur að klára þetta hér í kvöld á okkar heimavelli enda langt síðan við höfum hampað titlinum hér. Þessi öruggi sigur okkar hefur eflaust komið aðeins á óvart en málið er að breiddin hjá okkur er mjög góð og talsvert betri en hjá þeim og hún nýtist alltaf best þegar það er spilað svona þétt eins og í úrslitakeppninni,“ sagði Anna María Sveinsdóttir í viðtali við DV eftir leikinn. Sem dæmi um breiddina þá skoruðu fjórir leikmenn liðsins meira en ellefu stig að meðaltali í leik í lokaúrslitunum en stigahæst var landsliðsmiðherjinn Erla Þorsteinsdóttir með 16 stig og 7,7 fráköst í leik. Anna María var hins vegar með hæsta framlagið eða 19,4 í leik eftir að hafa verið með 11,3 stig, 8,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali. Fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur „Við spiluðum einfaldlega þrjá góða leiki og unnum þetta mjög sannfærandi. Við fengum aðeins á baukinn fyrr í vetur en eftir það hefur leiðin legið upp á við. Við toppuðum á hárréttum tíma og það er engin spurning að við erum með besta liðið. Auðvitað var sárt að tapa bikarúrslitaleiknum en þetta er mjög góð uppbót fyrir það,“ sagði Kristin Blöndal fyrirliði Keflavíkur við DV eftir leikinn. Hin mexíkanska Sonia Ortega var erlendi leikmaður Keflavíkur þetta tímabili og á sínu öðru tímabili með liðinu. Hún kom aftur til Keflavíkur til að klára Íslandsmeistaratitilinn og varð síðan í framhaldinu sænskur meistari með Visby 2005 og mexíkanskur meistari með Chihuahua 2006. Ortega var frábær varnarmaður og í leiknum sem Keflavík tryggði sér titilinn var hún síðan með 18 stig, 8 fráköst, 7 stoðsendingar og 5 stolna bolta. Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Keflavík Íslandsmeistari 2003 1. deild kvenna í körfubolta Dagssetning: 2.apríl Staður: Íþróttahúsið við Sunnubraut í Keflavík Þjálfari: Anna María Sveinsdóttir (spilandi) Fyrirliði: Kristín Blöndal Árangur: 18 sigrar og 2 töp í 20 deildarleikjum 5 sigrar og 0 töp í 5 leikjum í úrslitakeppni 92 prósent sigurhlutfall (23-2) Atkvæðamestar í lokaúrslitunum: Erla Þorsteinsdóttir 48 stig (16,0 í leik) Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 42 stig (14,0) Sonja Ortega 36 stig (12,0) Anna María Sveinsdóttir 34 stig (11,3) Kristín Blöndal 26 stig (8,7) Svava Ósk Stefánsdóttir 23 stig (7,7) Rannveig Randversdóttir 16 stig (5,3) Marín Rós Karlsdóttir 14 stig (4,7)
Dominos-deild kvenna Einu sinni var... Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira