Svo miklu meira en París 6. nóvember 2006 08:00 Í sendiráðinu við Túngötu starfar ötull hópur að skipulagningu franskrar menningarhátíðar á Íslandi. Sendiherrann Nicole Michelangeli segir metnaðarmál að kynna Íslendingum fleiri hliðar á Frakklandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum viðlíka hátíð hér á landi, og hún verður mjög viðamikil og mjög fjölbreytt," segir Nicole. Hátíðin hefst í lok febrúar og stendur fram í maí en strax í desember verður tekið smá forskot á sæluna með opnun á sýningu franskra málara í Listasafni Íslands. Þar eru engir aukvisar á ferð heldur meistarar frönsku expressjónistanna og geta gestir safnsins barið þar augum verk eftir Henri Matisse, Oskar Kokoschka, Auguste Renoir og Félix Vallotton.Forleikur í desemberSýning frönsku expressjónistanna, Un Regard Fauve, kemur hingað til lands frá safninu Musée des Beaux-Arts í Bordeaux. Þungamiðja hennar er fávisminn, afdrifaríkur tími málaralistarinnar sem náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skilgreiningar í stefnu málverksins. Þetta er í fyrsta sinn sem stefna þessi er kynnt með formlegum hætti og sýningarhaldi hér á landi. Alls verða 52 verk á sýningunni eftir 13 listamenn. Þá verður sýnt úrval verka eftir Jón Stefánsson í eigu Listasafns Íslands en Jón var eini Íslendingurinn sem var nemandi Henri Matisse í París. Listrænt svarNicole kom til starfa sem sendiherra Frakka í janúar á síðasta ári og fljótlega eftir það fór hún að skoða möguleikann á því að halda menningarhátíð í líkingu við þá sem Íslendingar stóðu fyrir í París árið 2004. Nicole vann á þeim tíma að bættum menningartengslum Frakklands við Norðurlöndin og segir að íslenska framtakið hafi heppnast einkar vel, til dæmis viti fleiri af Íslandi en áður. „Þess vegna fannst mér áhugavert að skipuleggja franska menningarhátíð hér líka sem nokkurs konar svar við framtaki Íslendinga," segir hún. Vel var tekið í hugmyndina hjá utanríkisráðuneytum beggja landanna og hefur undirbúningurinn nú staðið í heilt ár. „Þetta er mikilvægt fyrir okkur. Ísland er vinalegt land og við eigum þegar í góðu sambandi en alltaf má gera betur. Ég tel að aukin skipti, til dæmis á menningarsviðinu hafi jákvæð áhrif í báðar áttir," útskýrir Nicole. Heljarinnar veisla„Þetta verður fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá," segir hún stolt, „dagskráin er enn í mótun svo það er erfitt að úlista einstaka atburði á þessu stigi. Það verður enn skemmtilegra að tala um hana meðan á henni stendur eða þegar henni er lokið." Hátíðin er römmuð inn af tveimur íslenskum menningarveislum, vetrarhátíð og listahátíð, en Nicole útskýrir að þeim þyki hagræði að því að komast í samstarf við hérlenda skipuleggjendur, til dæmist til þess að velja viðburði sem falli vel að smekk heimamanna og koma í veg fyrir árekstur við annars líflega dagskrá í borginni. Nicole segir að hátíðin verði í raun fjórskipt, í fyrsta lagi lagi snúist hún um að kynna franska menningu og í því skyni verði breiðum hópi listamanna boðið hingað til lands. „Við verðum með alls konar sýningar, myndlist, leikhús, tónlist, dans og bókmenntir," áréttar hún. Í annan stað verður kynning á Frakklandi sem landi vísinda. „Flestir þekkja Frakkland betur sem menningarland en við viljum opna augu fólks fyrir fleiri möguleikum. Hingað koma því þekktir vísindamenn frá Frakklandi og kynna störf sín. „Í þriðja lagi verður lögð sérstök áhersla á kvikmyndir en árleg frönsk kvikmyndahátíð verður nú færð til á almanakinu og haldin innan dagskrár menningarhátíðarinnar. Í fjórða lagi verður tækifærið nýtt til þess að kynna franskar vörur og ferðamennsku. Fæstir vita að á hverju ári koma 75 milljónir ferðamanna til Frakklands. Flestir Íslendingar þekkja París en margir þekkja ekki Frakkland," útskýrir Nicole og bendir á að hugmyndin sé til dæmis að kynna ólík héruð landsins og fjölbreytileika þess. „Hátíðin snýst fyrst og fremst um að fá sem flesta til þess að koma og skemmta sér en við viljum líka reyna að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið." Viðtökur og spenningurAð sögn Nicole hafa skipuleggjendur hátíðarinnar fengið frábær viðbrögð í heimlandinu. „Ísland er vel kynnt í Frakklandi og fólk er mjög spennt. Það hefur reynst mjög auðvelt að fá fólk til að koma, allir boðnir og búnir í að taka þátt. Ég verð samt að vera hreinskilin og segja að þetta er auðvitað mjög dýrt og við getum ekki boðið öllum. Við verðum að velja og hafna. það er samt einstakt að heyra listafólk segja: „Ég skal koma hvort sem ég fæ greitt eða ekki."" Nicole segir að ferlið hafi reynst henni lærdómsríkt og hún hafi til að mynda kynnst íslenskri menningu betur. „Ég nýt þess að sækja tónleika, myndlistar- og danssýningar og nú þegar skipulagningin er komin á fullt kynnist ég líka fleiri íslenskum listamönnum. Það er samt hópvinnan sem skiptir mestu máli, hér starfar kraftmikill hópur að undirbúningnum enda er að mörgu að huga," segir sendiherrann og bætir við hlæjandi: „Spennan eykst með hverjum mánuði en áhyggjurnar líka!" kristrun@frettabladid.is Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira
Í sendiráðinu við Túngötu starfar ötull hópur að skipulagningu franskrar menningarhátíðar á Íslandi. Sendiherrann Nicole Michelangeli segir metnaðarmál að kynna Íslendingum fleiri hliðar á Frakklandi. „Þetta er í fyrsta sinn sem við skipuleggjum viðlíka hátíð hér á landi, og hún verður mjög viðamikil og mjög fjölbreytt," segir Nicole. Hátíðin hefst í lok febrúar og stendur fram í maí en strax í desember verður tekið smá forskot á sæluna með opnun á sýningu franskra málara í Listasafni Íslands. Þar eru engir aukvisar á ferð heldur meistarar frönsku expressjónistanna og geta gestir safnsins barið þar augum verk eftir Henri Matisse, Oskar Kokoschka, Auguste Renoir og Félix Vallotton.Forleikur í desemberSýning frönsku expressjónistanna, Un Regard Fauve, kemur hingað til lands frá safninu Musée des Beaux-Arts í Bordeaux. Þungamiðja hennar er fávisminn, afdrifaríkur tími málaralistarinnar sem náði hámarki árið 1905 og fól í sér nýjar skilgreiningar í stefnu málverksins. Þetta er í fyrsta sinn sem stefna þessi er kynnt með formlegum hætti og sýningarhaldi hér á landi. Alls verða 52 verk á sýningunni eftir 13 listamenn. Þá verður sýnt úrval verka eftir Jón Stefánsson í eigu Listasafns Íslands en Jón var eini Íslendingurinn sem var nemandi Henri Matisse í París. Listrænt svarNicole kom til starfa sem sendiherra Frakka í janúar á síðasta ári og fljótlega eftir það fór hún að skoða möguleikann á því að halda menningarhátíð í líkingu við þá sem Íslendingar stóðu fyrir í París árið 2004. Nicole vann á þeim tíma að bættum menningartengslum Frakklands við Norðurlöndin og segir að íslenska framtakið hafi heppnast einkar vel, til dæmis viti fleiri af Íslandi en áður. „Þess vegna fannst mér áhugavert að skipuleggja franska menningarhátíð hér líka sem nokkurs konar svar við framtaki Íslendinga," segir hún. Vel var tekið í hugmyndina hjá utanríkisráðuneytum beggja landanna og hefur undirbúningurinn nú staðið í heilt ár. „Þetta er mikilvægt fyrir okkur. Ísland er vinalegt land og við eigum þegar í góðu sambandi en alltaf má gera betur. Ég tel að aukin skipti, til dæmis á menningarsviðinu hafi jákvæð áhrif í báðar áttir," útskýrir Nicole. Heljarinnar veisla„Þetta verður fjölbreytt og metnaðarfull dagskrá," segir hún stolt, „dagskráin er enn í mótun svo það er erfitt að úlista einstaka atburði á þessu stigi. Það verður enn skemmtilegra að tala um hana meðan á henni stendur eða þegar henni er lokið." Hátíðin er römmuð inn af tveimur íslenskum menningarveislum, vetrarhátíð og listahátíð, en Nicole útskýrir að þeim þyki hagræði að því að komast í samstarf við hérlenda skipuleggjendur, til dæmist til þess að velja viðburði sem falli vel að smekk heimamanna og koma í veg fyrir árekstur við annars líflega dagskrá í borginni. Nicole segir að hátíðin verði í raun fjórskipt, í fyrsta lagi lagi snúist hún um að kynna franska menningu og í því skyni verði breiðum hópi listamanna boðið hingað til lands. „Við verðum með alls konar sýningar, myndlist, leikhús, tónlist, dans og bókmenntir," áréttar hún. Í annan stað verður kynning á Frakklandi sem landi vísinda. „Flestir þekkja Frakkland betur sem menningarland en við viljum opna augu fólks fyrir fleiri möguleikum. Hingað koma því þekktir vísindamenn frá Frakklandi og kynna störf sín. „Í þriðja lagi verður lögð sérstök áhersla á kvikmyndir en árleg frönsk kvikmyndahátíð verður nú færð til á almanakinu og haldin innan dagskrár menningarhátíðarinnar. Í fjórða lagi verður tækifærið nýtt til þess að kynna franskar vörur og ferðamennsku. Fæstir vita að á hverju ári koma 75 milljónir ferðamanna til Frakklands. Flestir Íslendingar þekkja París en margir þekkja ekki Frakkland," útskýrir Nicole og bendir á að hugmyndin sé til dæmis að kynna ólík héruð landsins og fjölbreytileika þess. „Hátíðin snýst fyrst og fremst um að fá sem flesta til þess að koma og skemmta sér en við viljum líka reyna að hafa áhrif þegar til lengri tíma er litið." Viðtökur og spenningurAð sögn Nicole hafa skipuleggjendur hátíðarinnar fengið frábær viðbrögð í heimlandinu. „Ísland er vel kynnt í Frakklandi og fólk er mjög spennt. Það hefur reynst mjög auðvelt að fá fólk til að koma, allir boðnir og búnir í að taka þátt. Ég verð samt að vera hreinskilin og segja að þetta er auðvitað mjög dýrt og við getum ekki boðið öllum. Við verðum að velja og hafna. það er samt einstakt að heyra listafólk segja: „Ég skal koma hvort sem ég fæ greitt eða ekki."" Nicole segir að ferlið hafi reynst henni lærdómsríkt og hún hafi til að mynda kynnst íslenskri menningu betur. „Ég nýt þess að sækja tónleika, myndlistar- og danssýningar og nú þegar skipulagningin er komin á fullt kynnist ég líka fleiri íslenskum listamönnum. Það er samt hópvinnan sem skiptir mestu máli, hér starfar kraftmikill hópur að undirbúningnum enda er að mörgu að huga," segir sendiherrann og bætir við hlæjandi: „Spennan eykst með hverjum mánuði en áhyggjurnar líka!" kristrun@frettabladid.is
Menning Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Fleiri fréttir Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Sjá meira