Vöxtur í landsframleiðslu 9. september 2004 00:01 Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Landsframleiðslan nam átta 811 milljörðum króna í fyrra, sem var 3,4 prósenta vöxtur. Það er umfram allar spár, en einkaneysla heimilanna knýr hagvöxtinn áfram að verulegu leyti. Þessi vöxtur er yfir því sem hann hefur verið hér á landi að meðaltali síðastliðin tíu ár og nálgast að vera tvöfalt meiri í fyrra en í öðrum OECD ríkjum. Þetta er gríðar mikið stökk frá árinu 2002, þegar hagvöxturinn var neikvæður. Þegar landsframleiðslan er krufin, má rekja 6,6 prósent vaxtar til einkaneyslu, sem eru útgjöld heimilinna önnur en til húsnæðiskaupa. Semsagt almenn neyslugjöld og bílakaup, en ekki fjárfesting í sparnaði, eins og í verðbréfum. Þá má rekja 17,6 prósent vaxtarins til fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja. Þjóðarútgjöldin uxu því langt umfram landsframleiðsluna, eða um átta prósent, sem leiddi til verulegs halla á vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, en sá halli nam tæpum 24 milljörðum króna, eða tæplega þremur prósentum af landsframleiðslu, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þá vekur stöðnun í útflutningi athygli, en hann jókst aðeins um 0,3 prósent í fyrra, eða mun minna en hann hefur gert að meðaltali undanfarin ár, og minna en útflutningur almennt í þeim löndum, sem við berum okkur helst saman við. Þessi gríðarlegi innflutningur stafar ekki af innkaupum á tækjum til nýs álvers, stækkun annars, Kárahnjúkavirkjunar og tveggja jarðvarmavirkjana til raforkuframleiðslu, því framkvæmdir við þau mannvirki eru svo skammt á veg komnar að ekki er farið að kaupa dýr tæki og búnað í verksmiðjurnar og orkuverin, til framleiðslunnar þar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun