Innlent

Lést eftir 20 metra fall niður um þak

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maður á sextugsaldri lést í vinnuslysi á mánudag þegar hann féll niður um þak á iðnaðarhúsnæði í Vatnagörðum í Reykjavík.

Maðurinn var að skipta um þakplötur þegar hann féll niður um þakið en fallið var um 20 metrar og lést maðurinn samstundis, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Vinnueftirlitið hafa málið til rannsóknar.

Mbl.is greindi fyrst frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×