Ríkið sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 17:55 Málið snýst að nokkru leiti um brjóstvöðva úr hreindýri sem hafði flækst í girðingu. mynd/sigurður guðjónsson Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira