Ríkið sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 29. júní 2016 17:55 Málið snýst að nokkru leiti um brjóstvöðva úr hreindýri sem hafði flækst í girðingu. mynd/sigurður guðjónsson Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér. Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag sýknað af bótakröfu fyrrverandi lögreglumanns í Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið fram á rúmar tíu milljónir króna í bætur vegna máls gegn honum frá árinu 2012. Forsaga málsins er sú að árið 2010 var maðurinn aðalvarðstjóri hjá lögregluembætti sem heyrði undir Austurland. Maðurinn fékk tilkynningu, þegar hann var á frívakt, um að hreindýr hefði fest sig í girðingu. Maðurinn kom við á lögreglustöð sinni, klæddi sig í einkennisklæðnað, greip vopn og lagði af stað til að aflífa dýrið. Að því loknu tók maðurinn garnasýni og skar brjóstvöðva úr dýrinu til að senda til Náttúrustofu til greiningar. Þegar för mannsins tók lengri tíma en áætlað var skoðuðu félagar hans staðsetningu bifreiðar hans í ferilvöktunarforriti lögreglunnar. Kom þá í ljós að hann hafði komið við í sumarbústað sínum.„Stresskjötið“ hugsað fyrir hundinn Annar lögreglumaður fór á vettvang og kannaði dýrið. Þá kom í ljós að báðir hryggvöðvar þess höfðu verið fjarlægðir. Ábending um málið var sent til ríkissaksóknara og hann rannsakaði málið. Við skýrslutöku hjá lögreglu hafnaði aðalvarðstjórinn því að hafa numið kjötið á brott en játaði því þegar honum var tilkynnt að lögreglan hefði fengið heimild til að gera húsleit hjá honum. Rannsókn ríkissaksóknara endaði með málsókn þar sem aðalvarðstjórinn var ákærður fyrir að hafa misnotað stöðu sína í opinberu starfi sér til ávinnings. Bar hann því meðal annars við að hann hefði ætlað að gefa hundi sínum kjötið þar sem dýrið hefði verið svo „veiklulegt“ að það gæti ekki talist mannamatur. Að auki hefði þarna verið á ferðinni „stresskjöt“. Dómur var kveðinn upp í því máli árið 2012 en þar var maðurinn sýknaður. Ekki þótti sannað að hann hefði ætlað að nýta kjötið í eigin þágu. Hafði stuðlað að aðgerðunum sjálfur Í máli því, sem dómur var kveðinn upp í í dag, fór aðalvarðstjórinn fram á bætur auk þess að hann krafðist þess að áminning sem honum var veitt yrði afturkölluð. Bótakröfu sína byggði hann á þeim grundvelli að húsleitin og handtakan hefðu verið óþarfar í málinu og brotið gegn mannréttindum hans. Að auki fór hann fram á að fá ferða- og matarkostnað, sem af málinu hlaust, endurgreiddan. Þá taldi hann að áminning sú sem lögreglustjórinn á Eskifirði veitti honum hafi falið í sér ólögmæta meingerð. Í niðurstöðu dómsins segir að maðurinn hafi ekki, á nokkru stigi málsins, verið handtekinn. Þá taldi dómurinn að maðurinn hefði stuðlað að þeim aðgerðum sem hann reisti kröfu sína á með því að hafa ekki sagt satt við skýrslutökur. Sú háttsemi hans, að taka kjötið með sér heim, var „óásættanleg og ósæmileg“ að mati dómsins og áminningin því réttlætanleg. Að endingu taldi dómurinn að sú kvöð hvíldi á sakborningi að koma sér á þingstað og því ekki fallist á endurgreiðslu þess kostnaðar. Dóm héraðsdóms má sjá í heild sinni hér.
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Sjá meira