Sport

Sími til þín

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann fagnaði marki sínu í leik liðanna á laugardaginn. Kappinn stríddi hörðustu stuðningsmönnum Liverpool í Kop-stúkunni svonefndu með því að hlaupa að þeim með ögrandi látbragði eftir að hafa skorað mark sitt. Þögn sló á áhorfendaskarann, sem hafði baulað grimmt á Rooney allan leikinn, en ekki vildi betur til en svo að einn hinna æstu áhorfenda kastaði farsíma sínum að leikmanninum. Lögreglurannsókn er hafin á atvikinu, en þótti sumum að Rooney hefði farið yfir strikið með fagnaðartilburðum sínum. Alex Ferguson, framkvæmdastjóri United, hefur þó komið stráknum til varnar og sagðist ekkert athugavert sjá við framkomu hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×