Opið bréf til stjórnar Grafía Friðrik I. Friðriksson skrifar 9. júní 2016 15:30 Þessar línur eru skrifaðar sem opið bréf til stjórnar Grafía, stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum. Þann 18. maí sl. mætti ég sem vitni fyrir Félagsdómi. Ástæðan var sú að fyrrum samstarfsmaður hafði höfðað mál gegn vinnuveitenda okkar vegna meintrar ólöglegrar uppsagnar. Viðkomandi hafði starfað í 15 mánuði hjá fyrirtækinu og þar af í rúmt ár sem öryggistrúnaðarmaður. Stéttarfélag mitt, Grafía, sótti málið fyrir hönd starfsmannsins en í lögum um öryggistrúnaðarmenn segir að þeir skuli - að öðru jöfnu – ganga fyrir um vinnu þegar fækka þarf starfsmönnum eins raun var á í þessu tilviki. Ég vitnaði fyrir dómnum um starfsreynslu mína og feril – en ég hef verið í prentgeiranum í 42 ár og liðlega helming þess tíma í framlínu þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað fyrir. Lögmanni Grafíu þótti þetta augljóslega lítils virði. Fyrsta spurning hans var hvort ég væri ekki 65 ára gamall –og ég staðfesti að hann hefði reiknað þetta rétt út frá kennitölu minni. Næsta spurning var hvort ég væri ekki farinn að huga að starfslokum. Ég var eðlilega ekki viðbúinn þessari spurningu á þessum stað og sama átti við um dómsforsetann sem eðlilega spurði lögmanninn hvað það kæmi málinu við. Lögmaðurinn svaraði því til að starfsreynsla fólks á þessum aldri skipti litlu máli þar sem það færi hvort sem er að hætta störfum og væri því minna virði. Kenningin er óneitanlega sérstök og lögmaðurinn dró síðan spurninguna til baka. Nú veit ég ekki hvort það er vegna reynsluleysis lögmannsins að hann fer út á þessa braut og persónuleg skoðun hans kemur mér ekki við. Ég vil hins vegar varpa þeirri spurningu til stjórnar stéttarfélags míns hvort það sé stefna Grafíu að þegar fækka þurfi starfsmönnum skuli þeir elstu fara fyrstir? Í þessu tilfelli vildi lögmaður félagsins að minnsta kosti leggja að jöfnu 10 ára starfsaldur minn hjá fyrirtækinu og 15 mánaða starfsaldur samstarfsmannsins af þeirri ástæðu einni að ég sé eldri og e.t.v. farið að styttast í starfslokin. Með öðrum orðum fullnýttur á leið til förgunar. Mér þætti ekki óeðlilegt að lögmaðurinn sem þarna var í umboði Grafíu fengi að minnsta kosti tiltal nema stjórnin sé honum sammála. Sé hún það ekki þætti mér heldur ekki óeðlilegt að ég yrði beðinn afsökunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þessar línur eru skrifaðar sem opið bréf til stjórnar Grafía, stéttarfélags í prent- og miðlunargreinum. Þann 18. maí sl. mætti ég sem vitni fyrir Félagsdómi. Ástæðan var sú að fyrrum samstarfsmaður hafði höfðað mál gegn vinnuveitenda okkar vegna meintrar ólöglegrar uppsagnar. Viðkomandi hafði starfað í 15 mánuði hjá fyrirtækinu og þar af í rúmt ár sem öryggistrúnaðarmaður. Stéttarfélag mitt, Grafía, sótti málið fyrir hönd starfsmannsins en í lögum um öryggistrúnaðarmenn segir að þeir skuli - að öðru jöfnu – ganga fyrir um vinnu þegar fækka þarf starfsmönnum eins raun var á í þessu tilviki. Ég vitnaði fyrir dómnum um starfsreynslu mína og feril – en ég hef verið í prentgeiranum í 42 ár og liðlega helming þess tíma í framlínu þeirra fyrirtækja sem ég hef starfað fyrir. Lögmanni Grafíu þótti þetta augljóslega lítils virði. Fyrsta spurning hans var hvort ég væri ekki 65 ára gamall –og ég staðfesti að hann hefði reiknað þetta rétt út frá kennitölu minni. Næsta spurning var hvort ég væri ekki farinn að huga að starfslokum. Ég var eðlilega ekki viðbúinn þessari spurningu á þessum stað og sama átti við um dómsforsetann sem eðlilega spurði lögmanninn hvað það kæmi málinu við. Lögmaðurinn svaraði því til að starfsreynsla fólks á þessum aldri skipti litlu máli þar sem það færi hvort sem er að hætta störfum og væri því minna virði. Kenningin er óneitanlega sérstök og lögmaðurinn dró síðan spurninguna til baka. Nú veit ég ekki hvort það er vegna reynsluleysis lögmannsins að hann fer út á þessa braut og persónuleg skoðun hans kemur mér ekki við. Ég vil hins vegar varpa þeirri spurningu til stjórnar stéttarfélags míns hvort það sé stefna Grafíu að þegar fækka þurfi starfsmönnum skuli þeir elstu fara fyrstir? Í þessu tilfelli vildi lögmaður félagsins að minnsta kosti leggja að jöfnu 10 ára starfsaldur minn hjá fyrirtækinu og 15 mánaða starfsaldur samstarfsmannsins af þeirri ástæðu einni að ég sé eldri og e.t.v. farið að styttast í starfslokin. Með öðrum orðum fullnýttur á leið til förgunar. Mér þætti ekki óeðlilegt að lögmaðurinn sem þarna var í umboði Grafíu fengi að minnsta kosti tiltal nema stjórnin sé honum sammála. Sé hún það ekki þætti mér heldur ekki óeðlilegt að ég yrði beðinn afsökunar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar