Dauðum köttum fargað án vitundar eigenda Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Dýrahræ sem finnast í Hafnarfirði eru færð á þjónustumiðstöð bæjarins áður en þau eru grafin á stað sem kallaður er "Tippurinn“, fyrir ofan bæinn. Nordicphotos/Getty Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“ Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira
Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Sjá meira