Dauðum köttum fargað án vitundar eigenda Þórdís Valsdóttir skrifar 9. júní 2016 06:00 Dýrahræ sem finnast í Hafnarfirði eru færð á þjónustumiðstöð bæjarins áður en þau eru grafin á stað sem kallaður er "Tippurinn“, fyrir ofan bæinn. Nordicphotos/Getty Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Ketti var fargað af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, án vitundar eiganda hans. Keyrt var á köttinn með þeim afleiðingum að hann drapst, örfáum húsum frá heimili hennar í síðustu viku. Ásdís Björgvinsdóttir, eigandi kattarins, furðar sig á verklagi bæjarfélagsins. Kötturinn var örmerktur en ólarlaus. Ásdís frétti af óhappinu hjá nágranna og hafði þá samband við lögregluna í tvígang og fékk að lokum þær upplýsingar að farið hefði verið með hræ kattarins í þjónustumiðstöð bæjarins. Starfsmaður þjónustumiðstöðvarinnar tilkynnir henni þá að hræinu hefði verið fargað.Ásdís Björgvinsdóttir. Mynd/Aðsend„Farið var með köttinn á stað fyrir úrgang og hann grafinn þar því hann var geymdur úti í poka á þjónustumiðstöðinni og krummi var farinn að narta í hann,“ segir Ásdís og bætti við að móðir hennar hafi fengið þau svör hjá þjónustumiðstöðinni að ekki væri mannskapur til þess að fara með hræ kattarins á dýraspítalann til að lesa af örmerkinu. Árdísi Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, segir starfsmenn bæjarins sækja dýrahræ og fara með á þjónustumiðstöð bæjarins í plastpoka þar sem þau eru geymd. „Ef dýrin eru með merki um hálsinn með öllum viðeigandi upplýsingum þá er í öllum tilfellum hringt í eigendur,“ segir Árdís og bætir við að bærinn hringi ekki í eigendur þeirra dýra sem eru einungis merkt með örmerki. Reykjavíkurborg er með samning við Dýraspítalann í Víðidal sem sér um að taka við hræjum dýra sem finnast í borginni. Ef dýrin eru örmerkt eða merkt á annan hátt þá eru eigendur dýranna látnir vita um örlög þeirra. Árdís segir að kostnaður sé falinn í því að sækja dýrin og færa þau á Dýraspítalann og að greitt yrði fyrir þá þjónustu af samfélaginu í heild. „Það er erfitt ef við leggjum mannskap í það að fara með dýrin, þó það sé mjög falleg hugsun, þá fáum við líka gagnrýni frá þeim sem eru ekki kattaeigendur.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira