Íslendingar krefjist afsagnar forsetans Svavar Hávarðsson skrifar 9. júní 2016 06:00 Fyrrverandi heimsmeistari, Garrí Kasparov, kallaði Friðrik Ólafsson "síðasta heiðursmanninn í FIDE“. Friðrik teflir hér við sitjandi forseta, Kirsan Ilyumzhinov. Fréttablaðið/Vilhelm Forseti Alþjóðaskáksambandsins, Kirsan Ilyumzhinov, tengist neti aflandsfélaga sem tengjast meðal annarra Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Gögn draga meðal annars fram hvernig Kirsan hefur misnotað aðstöðu sína til að maka krókinn á íþrótttinni sem hann er í forsvari fyrir. Það er rannsókn stórblaðanna The Guardian og Süddeutsche Zeitung á Panama-skjölunum sem leiðir þetta í ljós. Í frétt The Guardian um málið er forsetatíð Kirsans í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmikíu reifuð þar sem hann var tengdur við spillingu og óhæfuverk.Eins hefur morð á blaðamanni verið tengt við Kirsan, en sá vann að rannsókn á umsvifum Kirsans. Kirsan hefur gegnt embætti forseta FIDE frá því árið 1995, en heimurinn kynntist honum fyrst þar sem hann lýsti í sjónvarpsviðtali veru sinni á fjarlægri reikistjörnu eftir að hafa verið rænt af geimverum. Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður, gerir það að tillögu sinni að stjórn Skáksambands Íslands fari nú þegar fram á afsögn forsetans; skákhreyfingin sitji uppi með gjörspilltan forseta og stjórn. Forsetinn sé tengdur slíkum fjölda spillingar- og glæpamála að grípa verði inn í. „Kirsan er illkynja æxli í skákhreyfingunni. Hann er gjörspilltur, eins og fjölmörg dæmi sanna. Kirsan er skömm fyrir skákhreyfinguna, og það stendur okkur Íslendingum nærri að berjast fyrir hinu góða nafni FIDE,“ segir Hrafn sem telur að alþjóðahreyfing skákmanna hafi risið einna hæst þegar Íslendingar önnuðust sögulegasta skákeinvígi allra tíma árið 1972, þegar Fisher og Spasskí tefldu í Laugardalshöll, og í framhaldinu þegar Friðrik Ólafsson varð forseti FIDE. „Við eigum að taka forystuna við að hreinsa út hjá FIDE og freista þess að koma góðu fólki að, í stað þeirra misyndismanna sem þar ráða ríkjum,“ segir Hrafn og nefnir að kannski sé kominn tími til „að önnur íslensk skákhetja bjóði fram krafta sína í þágu FIDE: Jóhann Hjartarson væri hinn fullkomni forseti, vammlaus, óháður, heiðarlegur og með ást á skákinni að leiðarljósi.“ Kirsan er á svörtum lista bandarískra yfirvalda fyrir tengsl sín við Sýrlandsforseta. Honum og fyrrverandi Íraksforseta, Saddam Hussein, og Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, var einnig vel til vina. Að öllum líkindum mun Kirsan því ekki vera við næsta heimsmeistaraeinvígi í skák, milli Magnúsar Carlsen og Sergeis Karjakin í haust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Forseti Alþjóðaskáksambandsins, Kirsan Ilyumzhinov, tengist neti aflandsfélaga sem tengjast meðal annarra Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Gögn draga meðal annars fram hvernig Kirsan hefur misnotað aðstöðu sína til að maka krókinn á íþrótttinni sem hann er í forsvari fyrir. Það er rannsókn stórblaðanna The Guardian og Süddeutsche Zeitung á Panama-skjölunum sem leiðir þetta í ljós. Í frétt The Guardian um málið er forsetatíð Kirsans í rússneska sjálfstjórnarlýðveldinu Kalmikíu reifuð þar sem hann var tengdur við spillingu og óhæfuverk.Eins hefur morð á blaðamanni verið tengt við Kirsan, en sá vann að rannsókn á umsvifum Kirsans. Kirsan hefur gegnt embætti forseta FIDE frá því árið 1995, en heimurinn kynntist honum fyrst þar sem hann lýsti í sjónvarpsviðtali veru sinni á fjarlægri reikistjörnu eftir að hafa verið rænt af geimverum. Hrafn Jökulsson, rithöfundur og skákfrömuður, gerir það að tillögu sinni að stjórn Skáksambands Íslands fari nú þegar fram á afsögn forsetans; skákhreyfingin sitji uppi með gjörspilltan forseta og stjórn. Forsetinn sé tengdur slíkum fjölda spillingar- og glæpamála að grípa verði inn í. „Kirsan er illkynja æxli í skákhreyfingunni. Hann er gjörspilltur, eins og fjölmörg dæmi sanna. Kirsan er skömm fyrir skákhreyfinguna, og það stendur okkur Íslendingum nærri að berjast fyrir hinu góða nafni FIDE,“ segir Hrafn sem telur að alþjóðahreyfing skákmanna hafi risið einna hæst þegar Íslendingar önnuðust sögulegasta skákeinvígi allra tíma árið 1972, þegar Fisher og Spasskí tefldu í Laugardalshöll, og í framhaldinu þegar Friðrik Ólafsson varð forseti FIDE. „Við eigum að taka forystuna við að hreinsa út hjá FIDE og freista þess að koma góðu fólki að, í stað þeirra misyndismanna sem þar ráða ríkjum,“ segir Hrafn og nefnir að kannski sé kominn tími til „að önnur íslensk skákhetja bjóði fram krafta sína í þágu FIDE: Jóhann Hjartarson væri hinn fullkomni forseti, vammlaus, óháður, heiðarlegur og með ást á skákinni að leiðarljósi.“ Kirsan er á svörtum lista bandarískra yfirvalda fyrir tengsl sín við Sýrlandsforseta. Honum og fyrrverandi Íraksforseta, Saddam Hussein, og Múammar Gaddafí, leiðtoga Líbíu, var einnig vel til vina. Að öllum líkindum mun Kirsan því ekki vera við næsta heimsmeistaraeinvígi í skák, milli Magnúsar Carlsen og Sergeis Karjakin í haust.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira