Landsvirkjun veitt hagstætt lán í þágu loftlagsbaráttu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2016 20:56 Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45