Landsvirkjun veitt hagstætt lán í þágu loftlagsbaráttu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2016 20:56 Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar. Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans segir sautján milljarða króna lánveitingu til Landsvirkjunar vegna Þeistareykjavirkjunar þýðingarmikla fyrir bankann vegna markmiða hans um að vinna gegn loftlagsbreytingum. Þetta kom fram í viðtölum eftir undirritun lánssamnings í höfuðstöðvum Landsvirkjunar í dag, sem og í fréttatilkynningu samningsaðila. Bankinn er í eigu ríkja Evrópusambandsins en hefur heimild til að lána til sérstakra verkefna innan EFTA-ríkja, eins og á sviði orkumála. Þannig lánaði hann Landsvirkjun vegna Búðarhálsvirkjunar eftir bankahrun þegar aðrir bankar forðuðust að lána Íslendingum. Að þessu sinni var skjalfestur lánssamningur upp á 125 milljónir evra. Athygli vekur að lánið er án ríkisábyrgðar en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist með svo stórt lán hjá Landsvirkjun. Forstjóri Landsvirkjunar segir það ekki þýða verri vexti. „Nei. Við erum með mjög hagstæða vexti á þessu láni. Það er hins vegar afar heilbrigt merki fyrir efnahag Landsvirkjunar að við séum að ná hagstæðum langtímalánum án þess að ríkið komi þar að,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Lánveitingin hefur einnig þýðingu fyrir Evrópska fjárfestingabankann. „Því Landsvirkjun er í fararbroddi tæknilega hvað varðar jarðhitaorku og endurnýjanlega orku. Þetta er mjög mikilvægt fyrir orkustefnu bankans,“ segir Cristian Popa, framkvæmdastjóri Evrópska fjárfestingabankans. „Bankinn er í forystu hvað varðar aðgerðir í loftslagsmálum, sérstaklega núna eftir COP 21, eftir Parísarfundinn,“ bætir hann við. Bankinn hafi raunar ákveðnar skyldur til að vinna gegn loftlagsbreytingum. „Við störfum eftir því viðmiði að minnst 25% viðskipta okkar tengist loftslagsmálum, öll viðskipti okkar verða að vera loftslagsvæn,“ segir Cristian Popa.Cristian Popa, framkvæmdastjóri hjá Evrópska fjárfestingabankanum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þrátt fyrir lántökuna halda skuldir Landsvirkjunar áfram að lækka. „Það er mikilvægt að hafa það í huga að þrátt fyrir að við stöndum í þessum framkvæmdum, og tökum þessi lán, þá erum við að borga önnur lán niður hraðar. Þannig að skuldastaða Landsvirkjunar mun halda áfram að lækka, þrátt fyrir þessar framkvæmdir og þrátt fyrir þessa lántöku, vegna niðurgreiðslu lána,“ segir forstjóri Landsvirkjunar.
Tengdar fréttir Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45 Mest lesið Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Sjá meira
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. 13. apríl 2015 20:52
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Arðgreiðslur Landsvirkjunar stefna í 10-20 milljarða á ári Fyrirtækið reisir bæði Þeistareykjavirkjun og stækkar Búrfellsvirkjun án þess að auka skuldir. 22. febrúar 2016 20:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent