Stærri virkjun ekki risið norðanlands frá Blöndu Kristján Már Unnarsson skrifar 13. apríl 2015 20:52 Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017. Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hátt í tvöhundruð manns verða í vinnu á Þeistareykjum í sumar en samningar um smíði stöðvarhúss voru undirritaðir í dag. Þetta er fyrsta jarðvarmavirkjun sem Landsvirkjun reisir og jafnframt stærsta virkjun sem byggð hefur verið á Norðurlandi frá því Blönduvirkjun var gangsett fyrir aldarfjórðungi. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, og framkvæmdastjóri verktakans LNS Saga, Ásgeir Loftsson, undirrituðu 6,6 milljarða króna verksamninga um smíði stöðvarhúss og lagningu gufuveitna. Fyrir Landsvirkjun markar þetta tímamót. Þær tvær jarðvarmavirkjanir, sem félagið rekur, við Kröflu og í Bjarnarflagi, voru byggðar af öðrum. Þetta verður því fyrsta jarðvarmavirkjunin sem Landsvirkjun reisir. Áætlað er að þessi fyrsti áfangi Þeistareykjavirkjunar kosti 20 til 24 milljarða króna en miðað er við 45 megavatta afl. Svo stór virkjun hefur ekki risið á Norðurlandi í aldarfjórðung, eða frá því Blöndvirkjun tók til starfa árið 1991. „Þetta mun styrkja mjög afhendingu, sérstaklega til stórnotenda, hvort heldur iðnfyrirtækja eða fiskimjölsverksmiðja, á Norðausturlandi,“ segir Hörður í fréttum Stöðvar 2.Þeistareykjavirkjun að vetri.Grafík/Landsvirkjun.Athygli vekur að Landsvirkjun lítur svo á að þessar framkvæmdir séu óháðar því hvort samningar verði kláraðir um smíði kísilvers á Bakka. Virkjunin mun hins vegar styðja við kísilverið en þörf sé fyrir orkuna, óháð því, að sögn Harðar. Undirbúningsframkvæmdir voru á Þeistareykjum í fyrra en verktakinn LNS Saga gerir ráð fyrir að mæta á svæðið og hefja framkæmdir á næstu vikum. Áætlað er þar verði hátt í 200 manns í vinnu í sumar en stefnt er að því að orkuframleiðslan hefjist haustið 2017.
Tengdar fréttir Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18
Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi. 2. mars 2015 20:45