Nýr verktaki með lægstu boð í Þeistareykjavirkjun Kristján Már Unnarsson skrifar 2. mars 2015 20:45 Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson. Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Verktakafyrirtæki í eigu Norðmanna, með íslenskum stjórnendum, virðist ætla að taka íslenska markaðinn með trompi, og átti lægstu boð bæði í stöðvarhús og gufulagnir Þeistareykjavirkjunar. Athygli vekur að einungis tvö tilboð bárust í smíði stöðvarhússins, bæði voru frá fyrirtækjum í erlendri eigu. Eftir undirbúningsframkvæmdir á Þeistareykjum í fyrrasumar stefnir Landsvirkjun að því að setja allt þar á fullt í vor og er búin að opna tilboð í helstu verkþætti, þar á meðal í stöðvarhúsið. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á nærri 3,9 milljarða króna en aðeins bárust tvö tilboð, það hærra frá ÍAV upp á 4,8 milljarða króna, eða 124 prósent af kostnaðaráætlun. Lægra tilboðið kom frá LNS Saga ehf, upp á 3.973 milljónir króna, eða 103% af kostnaðaráætlun. Báðir bjóðendur eru alfarið í eigu erlendra verktaka, ÍAV í eigu Marti Holding í Sviss og LNS Saga í eigu Leonhard Nilsen & Sønner í Noregi. Í gufulagnir fékk Landsvirkjun þrjú boð sem öll voru talsvert yfir 2,3 milljarða kostnaðaráætlun, frá Héðni, ÍAV og LNS Saga, sem einnig þarna átti lægsta boð, upp á nærri 2,7 milljarða króna.Fyrirhuguð Þeistareykjavirkjun.Grafík/Landsvirkjun.LNS Saga er á íslenskri kennitölu, stofnað haustið 2012, og með skrifstofur að Hlíðasmára 4 í Kópavogi. Teitur Ingi Valmundsson, aðstoðarframkvæmdastjóri LNS Saga ehf., segir félagið dótturfyrirtæki LNS í Noregi, sem stundi verktakastarfsemi um allan heim. Íslenska dótturfyrirtækið er þegar komið með tvö stór verk hérlendis, við Hellisheiðarvirkjun og smíði vörugeymslu, og nú bendir flest til að það verði stærsti verktakinn á Þeistareykjum. „Við erum spenntir. Ef af verður, þá er allt tilbúið,“ segir Teitur Ingi. „Við erum með vanan mannskap sem er búinn að vera í mörgum virkjunum og komið víða við. Þannig að það eru allir tilbúnir hér.“ Allir lykilstarfsmenn LNS Saga eru Íslendingar sem koma frá öðrum íslenskum verktakafyrirtækjum. Teitur Ingi segir marga hafa starfað lengi erlendis og einnig innanlands. „Við erum með milli 30 og 40 tæknimenntaða starfsmenn sem hafa komið við bara í öllum stærri framkvæmdum Íslendinga síðustu áratugina,“ segir Teitur Ingi Valmundsson.
Tengdar fréttir Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30 Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38 Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15 Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Sjá meira
Landsvirkjun undirritar samning um vélasamstæðu Þeistareykjavirkjunar Landsvirkjun undirritaði í dag samning við Fuji Electric og Balcke Dürr um kaup á 45 MW vélasamstæðu fyrir Þeistareykjavirkjun. 27. febrúar 2015 17:30
Framkvæmdir komast vonandi á fullt í sumar Forstjóri Landsvirkjunar segir óhjákvæmilegt að framkvæmdir í Þingeyjarsýslum tefjist vegna rannsóknar Eftirlitsstofnunar EFTA á því hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum vegna kísilvers á Húsavík. 19. janúar 2015 20:38
Vonum að ákvörðun ESA valdi ekki verulegum töfum á Bakka Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja rannsókn á því hvort samningar Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilvers PCC á Bakka við Húsavík feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð. 10. desember 2014 20:15