Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2015 12:45 Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings. Mynd/Stöð 2. Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn. Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Ákvörðun um kísilver á Bakka er gríðarleg innspýting fyrir norðausturhluta landsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. Iðnaðaruppbygging muni treysta stoðir samfélagsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Tilkynnt var í gær um ákvörðun PCC um að reisa 40 milljarða króna kísilver við Húsavík en áður hafði Landsvirkjun gert samninga um að reisa Þeistareykjavirkjun og Landsnet um að flytja raforkuna. Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Norðurþings, segir þetta ánægjuleg tíðindi fyrir norðausturhorn landsins og vonast til að Húsavík og nágrenni verði eitt af vaxtarsvæðum landsins. „Hér er náttúrlega að koma gríðarleg innspýting með þessari fjárfestingu og því sem er að gerast uppi á Þeistareykjum. Það bara gefur augaleið að það verður auðveldara að nýta tækifærin sem í því felast að byggja upp þessa innviði sem nú fara að spretta upp,“ segir Kristján Þór bæjarstjóri.Fulltrúar PCC, verktaka og verkfræðistofa skoðuðu iðnaðarlóðina á Bakka í desember ásamt fulltrúum Norðurþings.640.is/Hafþór HreiðarssonHann segir að töluvert verði umleikis næstu tvö árin við uppbygginguna og um 400 manns í vinnu næsta sumar, auk þeirra sem verða á Þeistareykjum. Ráðgert er að kísilverið hefji rekstur síðla árs 2017 og skapast þá 120 framtíðarstörf auk afleiddra starfa. Bæjarstjórinn minnir þó á að 66 störf hafi tapast á Húsavík þegar fiskvinnslu Vísis var lokað. „Við höfum ekki farið varhluta af rýrnum tekna vegna sjávarútvegs hérna í þessu sveitarfélagi. Þannig að það er auðvitað gríðarlega ánægjulegt fyrir okkur að vera að treysta stoðirnar í atvinnulífinu með þessum hætti, að fá hérna inn iðnaðaruppbyggingu til þess að hjálpa okkur við að byggja upp enn betra samfélag,“ segir bæjarstjórinn.
Tengdar fréttir Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45 Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59 Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17 Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18 Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Sjá meira
Framkvæmdir hafnar á iðnaðarlóðinni á Bakka Fyrstu framkvæmdir á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík eru hafnar, á ábyrgð þýska félagsins PCC, sem stefnir að lokaákvörðun um kísilver í kringum næstu mánaðamót. 5. maí 2015 21:45
Höggvið á hnútinn og Bakki á beinu brautina Forstjóri Landsvirkjunar lýsir ánægju með nýjan raforkusamning vegna kísilvers á Bakka, sem hann segir vera stórt skref í að koma verkefninu í höfn. 31. mars 2015 20:59
Mesta uppbygging í sögu Norðurlands Mesta atvinnuuppbygging í sögu Norðurlands var innsigluð í dag þegar tilkynnt var að fyrirvörum í samningum um kísilver á Bakka hefði verið aflétt. 8. júní 2015 19:17
Brýnt að bjóða út Bakkajarðgöngin Þýska félagið PCC og Landsvirkjun gera nú bæði ráð fyrir því að stórframkvæmdir í Þingeyjarsýslum fari á fullt í vor. 12. mars 2015 19:18