Það sem læknirinn sagði mér Elín Hirst skrifar 9. október 2013 09:17 Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað á þessa leið: „Þið stjórnmálamenn hafið ekki hugmynd um hve slæm staðan er hér, það endurspeglast í drögum að fjárlögum og því að ekkert viðbótarfé verður veitt til tækjakaupa eins og búist hafði verið við. Þetta er mun alvarlegri staða en ykkur órar fyrir. Það er að bresta á verulegur atgervisflótti héðan. Til dæmis kom sérfræðilæknir til starfa í vor en nú aðeins örfáum mánuðum síðar er hann að fara aftur til útlanda. Vinnuaðstaðan og kjörin eru vart boðleg. Við eigum orðið mjög erfitt með að fá ungt fólk sem er að koma úr sérfræðinámi til starfa. Sömuleiðis vilja ungir læknar sem útskrifast úr læknanámi ekki lengur koma hér til starfa. Það er þreyta hjá þeim sem eftir eru, sumir íhuga alvarlega að hætta og margir að minnka við sig starfshlutfall.“ Og læknirinn bætti við: „Ég tel verulega hættu á að starfsemin hér á spítalanum hreinlega hrynji einhvern daginn og það er styttra í það en margur heldur. Hvar verðum við stödd þá? Hvílíkt tjón sem það yrði fyrir þjóðfélagið og það yrði ekki auðvelt að byggja upp aftur við þessar aðstæður. Ég er alveg hissa á ykkur stjórnmálamönnum að fljóta svona sofandi að feigðarósi. Það getur orðið okkur öllum afar dýrkeypt á endanum. Mikilvægar deildir hér á spítalanum eins og krabbameinsdeildin, nýrnadeildin og hjartadeildin eru verulega laskaðar vegna manneklu og úrelts tækjakosts. Það getur ekki verið gott að vera Íslendingur með þessa algengu og alvarlegu sjúkdóma á meðan staðan er þessi. Hér er ekki verið að hrópa úlfur, úlfur og ábyrgð ykkar stjórnmálamanna er mikil en það er eins og þið skiljið ekki alvarleika þessa máls.“ Og læknirinn hélt áfram: „Ég held að ein skýringin á því hversu illa er komið fyrir Landspítalanum sé hversu seinþreytt starfsfólkið hér er til vandræða. Eljusemi þess hefur að mörgu leyti breitt yfir þann vanda sem hefur þróast. En nú er það orðið uppgefið af að hlaupa sífellt hraðar. Það hefur einnig verið hyldýpi á milli yfirstjórnenda spítalans í gömlu Templarahöllinni og okkar sem vinnum hér á gólfinu. Það þarf tvo til þrjá milljarða í neyðaraðstoð við spítalann strax ef það á að byrja að reyna að snúa þessu við.“ Mér sem alþingismanni og stjórnarliða leið ekki vel undir þessum fyrirlestri sérfræðilæknisins og ég finn mig knúna til að koma skilaboðum hans á framfæri opinberlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Ég átti samtal við sérfræðilækni á Landspítalanum fyrir nokkrum dögum. Þetta er læknir sem er meðal okkar færustu sérfræðinga og ég hef alltaf tekið fullt mark á orðum hans. Hann sagði mér umbúðalaust hvernig ástandið á Landspítalanum væri. Orð hans voru eitthvað á þessa leið: „Þið stjórnmálamenn hafið ekki hugmynd um hve slæm staðan er hér, það endurspeglast í drögum að fjárlögum og því að ekkert viðbótarfé verður veitt til tækjakaupa eins og búist hafði verið við. Þetta er mun alvarlegri staða en ykkur órar fyrir. Það er að bresta á verulegur atgervisflótti héðan. Til dæmis kom sérfræðilæknir til starfa í vor en nú aðeins örfáum mánuðum síðar er hann að fara aftur til útlanda. Vinnuaðstaðan og kjörin eru vart boðleg. Við eigum orðið mjög erfitt með að fá ungt fólk sem er að koma úr sérfræðinámi til starfa. Sömuleiðis vilja ungir læknar sem útskrifast úr læknanámi ekki lengur koma hér til starfa. Það er þreyta hjá þeim sem eftir eru, sumir íhuga alvarlega að hætta og margir að minnka við sig starfshlutfall.“ Og læknirinn bætti við: „Ég tel verulega hættu á að starfsemin hér á spítalanum hreinlega hrynji einhvern daginn og það er styttra í það en margur heldur. Hvar verðum við stödd þá? Hvílíkt tjón sem það yrði fyrir þjóðfélagið og það yrði ekki auðvelt að byggja upp aftur við þessar aðstæður. Ég er alveg hissa á ykkur stjórnmálamönnum að fljóta svona sofandi að feigðarósi. Það getur orðið okkur öllum afar dýrkeypt á endanum. Mikilvægar deildir hér á spítalanum eins og krabbameinsdeildin, nýrnadeildin og hjartadeildin eru verulega laskaðar vegna manneklu og úrelts tækjakosts. Það getur ekki verið gott að vera Íslendingur með þessa algengu og alvarlegu sjúkdóma á meðan staðan er þessi. Hér er ekki verið að hrópa úlfur, úlfur og ábyrgð ykkar stjórnmálamanna er mikil en það er eins og þið skiljið ekki alvarleika þessa máls.“ Og læknirinn hélt áfram: „Ég held að ein skýringin á því hversu illa er komið fyrir Landspítalanum sé hversu seinþreytt starfsfólkið hér er til vandræða. Eljusemi þess hefur að mörgu leyti breitt yfir þann vanda sem hefur þróast. En nú er það orðið uppgefið af að hlaupa sífellt hraðar. Það hefur einnig verið hyldýpi á milli yfirstjórnenda spítalans í gömlu Templarahöllinni og okkar sem vinnum hér á gólfinu. Það þarf tvo til þrjá milljarða í neyðaraðstoð við spítalann strax ef það á að byrja að reyna að snúa þessu við.“ Mér sem alþingismanni og stjórnarliða leið ekki vel undir þessum fyrirlestri sérfræðilæknisins og ég finn mig knúna til að koma skilaboðum hans á framfæri opinberlega.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun