Þétting á 27. brautinni Friðjón R. Friðjónsson skrifar 8. júní 2025 15:30 Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Húsnæðismál Borgarstjórn Golfvellir Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til næstu níu ára var samþykkt á borgarstjórnarfundi í vikunni sem leið. Þar kemur fram að markmið borgarinnar sé að byggja allt að 16.000 íbúðir á næstu tíu árum, sem er metnaðarfullt markmið, sérstaklega í ljósi þess að síðustu þrjú ár hefur fjöldi byggðra íbúða á ári ekki farið yfir eitt þúsund. Meðaltal síðustu tíu ára er 884 íbúðir á ári. Við borgarfulltrúar Sjáflstæðisflokksins kusum gegn húsnæðisáætlun meirihlutans og færðum í bókun að það sé vegna þess að húsnæðisstefna Samfylkingar og fylgitungla hefur beðið algjört skipbrot. Viðvarandi og uppsafnaðan húsnæðisskort borgarinnar megi að miklu leyti rekja til lóðaskortsstefnu meirihlutans og ofurþéttingar þar sem öll áhersla er á þungt, dimmt og háreist fjölbýli. Við teljum að skipuleggja þurfi hverfi á mannlegum skala, nauðsynlegt sé að færa út vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins og brjóta nýtt land undir byggð. Markmið húsnæðisáætlunarinnar um að 35% nýrrar uppbyggingar verði niðurgreitt húsnæði, feli í sér óæskilega og ósjálfbæra nálgun á húsnæðismarkaðinn. Blokkin á brautinn Það vakti einnig athygli í kynningu borgarstjóra og í húsnæðisáætlun borgarinnar að gert er ráð fyrir að eitt framtíðar uppbygginarsvæði borgarinnar nái langt inn á gölfvöllinn við Korpúlfsstaði. Nánar tiltekið gerir Reykajvíkurborg ráð fyrir að byggja 300 íbúðir á lokabraut Korpúlfsstaðavallar, 27. brautinni. Korpúlfsstaðavöllur er þannig gerður að hann er þrisvar sinnum níu holur og þjónar því mun fleiri iðkendum þessarar vinsælu íþróttar. Síðasta vetur voru líka lagðar skíðagöngubrautir á vellinum til að nýta hann enn betur. Byggingaráformin má sjá á myndinni að neðan, á uppbyggingarvef Reykjavíkurborgar og á bls 63 í húsnæðisáætlun Reykjavíkur 2025-2034. Reykjavíkurborg hefur ekkert rætt við staðarhaldarann, Golfklúbb Reykjavíkur um að svipta golfvöllinn þessu svæði. Deiliskipulag gerir ekki ráð fyrir breytingu, en aðalskipulag til 2040 sýnir svæðið hluta af framtíðaríbúabyggð. Ef núverandi meirihluti ætlar á næstu 9 árum að byggja 300 íbúðir á svæðinu þá væri ekki úr vegi að hefja samtalið og útskýra fyrir þúsundum félaga GR að síðustu níu holurnar verði bara átta. Það eigi að byggja blokkir á brautinni. Húsnæðisáætlun meirihluta Samfylkingarinnar gerir einnig ráð fyrir ríflega 500 íbúða þéttingu byggðar í Grafarvogi, þrátt fyrir endurtekin og ítrekuð mótmæli íbúa. Þá á einnig að byggja 444 íbúðir í sams konar þéttingu í Breiðholti. Ríflega eitt hundrað íbúðum verður komið fyrir við Rangársel, á grænu svæði þétt upp við Seljakirkju. Þar, eins og annars staðar í borginni, eru grænir blettir þyrnir í augum meirihlutans sem lýtur stjórn og stefnu Samfylkingarinnar. Frí fyrir Samfylkinguna Það er innan við ár í að borgarbúar geti sent Samfylkinguna í langþráð frí frá stjórn borgarinnar. Þrjátíu ára valdatíð þarf að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur ekki átt aðild að meirihlutastjórn Samfylkingarinnar í borginni og eini flokkurinn sem ber ekki ábyrgð á þeirri stöðu sem nú er uppi í rekstri, samgöngum og skipulagi borgarinnar. Fersk augu og nýjir vendir eru það sem Reykjavíkurborg þarf á að halda til að snúa af þeirri braut sem Samfylkingin hefur skapað okkur. Ný leið sem felur ekki í sér blokkir á vinsælum útivistar- og íþróttasvæðum.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar